Laugardagur, 6. desember 2008
Er aumingaskapur Björgvins alger?
Það sem haft er eftir viðskiptaráðherranum í þessari frétt er naumast annað en það sem áður hefur komið fram. Það er vægt til orða tekið ámælisvert að toppar í íslenskri fjármálastjórnsýslu tali ekki saman í heild ár. Ár þegar miklar blikur eru á lofti. Hvað var Björgvin að hugsa? Hann sem er ráðherra bankamála hafði ekki hugmynd hvað var að gerast og svo virðist sem hann hafi verið kallaður að borðinu til málamynda. Var honum ekki treystandi? Hann verður að svara því.
Ef svo er þá er honum ekki sætt. En hann ákveður að sitja sem fastast og í stað þess að standa upp taka pokann sinn og fara. Vera ekki lengur með í þessum delluleik. Svo kvartar hann. Vá!
Ég ætla að lýsa því yfir að hann er einhver mesti pólitíski aumingi sem sést hefur. Blaðrar og bullar út í eitt en hefur ekki bein í nefi til að gera það sem gera þarf.
Ef svo er þá er honum ekki sætt. En hann ákveður að sitja sem fastast og í stað þess að standa upp taka pokann sinn og fara. Vera ekki lengur með í þessum delluleik. Svo kvartar hann. Vá!
Ég ætla að lýsa því yfir að hann er einhver mesti pólitíski aumingi sem sést hefur. Blaðrar og bullar út í eitt en hefur ekki bein í nefi til að gera það sem gera þarf.
Björgvin: Spurningarmerki við Glitnisatburðarás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
sammála þér, Björgvin er ekki að skora stórt hjá neinum.. hann á að segja af sér og hann getur borið fyrir sig glitnisatburðarrásina..
Óskar Þorkelsson, 6.12.2008 kl. 12:10
Þú sagðir það Sveinn. Fleiri en ég sjá þessa algera niðurlægingu Samfylkingarinnar í þessu máli.
Það hefur allan tímann legið fyrir að Davíð stóð fyrir upphafi hrunsins með því að sparka í Glitni á viðkvæmri stundu sem olli bankahruni mun fyrr en til þurfti að koma.
Því hefur aldrei verið svarað hvernig menn réttlæta að hafa sett Glitni á hausinn 4 dögum eftir að þeir báðu um lán til þrautavara. Það lá ekkert á að fella bankann með þessum hætti.
Það hefði mátt vinna meiri tíma fyrir bankana alla ef einhver sæmilega viti borinn Seðlabankastjóri hefði setið þar í stað rugludallsins sem þar er ennþá í skjóli Geira geðlausa og ennþá geðlausari Samfylkingarinnar.
Haukur Nikulásson, 6.12.2008 kl. 12:27
Það er umhugsunarvert að bankamálaráðherra skuli ekki vera betur inn í bankamálum en Björgvin virðist hafa verið. Bankamálaráðherra sem hittir ekki seðlabankastjóra þjóðarinnar í heilt ár getur varla talist ábyrgur í sínum.
Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:36
afsakið átti að enda með "störfum"
Helga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:39
Bjarni. Menn fengu strax viðbrögð frá markaðnum áður en að þeir settu Glitni á hausinn. Af þeim viðbrögðum máttu þeir ráða að hann myndi taka þessu afar illa enda krosseignatengsl gríðarleg í kerfinu. Þeir fengu tækifæri til að bakka út úr þessu en reknir áfram af hatri DO ákváðu þeir frekar að klára klúðrið.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 7.12.2008 kl. 10:49
Verkstjóri ríkisstjórnarinnar er Sjálfstæðismaðurinn Geir Haarde. Það er á hans ábyrgð að tryggja það að stofnun sem undir hans ráðuneyti heyrir; Seðlabankinn komi fram með aðvaranir til þeirra sem málið varðar.
Geri Haarde ræður ekki við hlutverk sitt og hefum með því skaðað þjóðina álveg rosalega.
Björgvin getur ekki borið ábyrgð á gerðum Geirs og Seðlabankans. Það eri fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð á Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra. Sá flokkur er algjörlega ónýtur.
Kjósandi, 7.12.2008 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.