Okkur vantar snjó!

Mikið óskaplega fara þessir snjólausu vetur hérna á suðvestur horni Kríslands í mínar fínustu. Maður lítur á dagatalið á morgnana. Jú það er desember, kíki út um gluggann. Skyldi nú hafa snjóað í nótt. Shjitt, nei, ekki nú frekar en endranær. Telst svakaheppinn ef ekki er rok og rigning. Stálheppinn ef vindurinn er eitthvað innan við 20 m/sek og það er orðið jafn sjaldgæft eins og vinna í lottóinu þá daga ársins (oftast á sumrin) þegar örlítil snjóhula hefur litað jörðina um nóttina.
Þessi örsmáu litlu korn lifa yfirleitt ekki nema nokkra klukkutíma, mesta lagi, stundum er ævi þeirra talin í mínútum. Þau sem ekki falla fyrir yfirfrostmarksveðurstofukríslandshitastigi eru strádrepin af saltspúandi vegaskriðdrekum og viðhalda þannig pækilsöltuðu malbikinu af stakri samviskusemi.
Hefur einhver smakkað nætursaltað malbik?
Þetta andskotans svartnætti kríslands er hundleiðinlegt. Minnkum myrkrið, meiri snjó, meiri snjó.
Hann er líka atvinnuskapandi. Er það ekki gott hjá okkur íbúum Kríslands?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Krísland er gott nafn á landinu okkar í dag.  Ég vil líka sjá meiri snjó og birtu   Fá blindbyl í þrjá daga, og svo er allt á kafi í snjó.  Þannig var það í gamla daga.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband