Geir og Ingibjörg. Takið nú saman höndum með íslenskri þjóð og komið í veg fyrir óöld og óeirðir.

Það stefnir í óefni.  Mótmæli almennings munu halda áfram og af enn meiri krafti en áður.  Boðuð mánudagsmótmæli verða sérlega viðkvæm.  Einfaldlega að þau eru haldin á fullveldisdag íslensku þjóðarinnar, þjóðar sem er niðurlægð, hrædd og reið.  Þetta í bland við óbilgjarna, veruleikafirrta stjórnarfrúr og -herra eru fjandi góður kokkteill til vandræðaástands, jafnvel óeirða.  Afleiðingar þess vill enginn hugsa til enda.

Hvað er þá til ráða?  Sú venja hefur skapast að ráðherraparið Geir og Ingibjörg hafa haldið fjölmiðlafundi síðdegis á föstudögum, væntanlega til að róa og sefa fólk niður fyrir laugardagsmótmælin.  Því miður hafa þessir fundir gengisfallið í seinni tíð og innihald þeirra mun minna en umbúnaðurinn gefur til kynna.  Borgarafundurinn á mánudagskvöldið gaf tóninn.  Þar  hljóta þau að hafa gert sér ljóst hversu djúprist óánægjan er. Óásættanlegt var að mæta þeim sjónarmiðum sem þar komu fram með drambi og hroka líkt og sumir ráðherrana gerðu sig seka um í svörum sínum til fundarmanna.

Nú þarf að draga stóru trompin fram úr erminni.  Lýsa þarf yfir eftirfarandi:

  1. Stjórn og yfirmenn FME sé leyst frá störfum.  Annað tveggja sváfu menn þar á verðinum eða notuðu ekki rétt mælitæki, t.d. í álagsprófum bankanna.
  2. Stjórn og bankastjórn Seðlabankans sé leyst frá störfum.  Ekki þarf að fjölyrða um þau hörmulegu mistök sem þar hafa átt sér stað.  Ekki gengur að einn bankastjórana sér jafnframt á fullu í pólitíkusum slag.
  3. Tafarlaust fari fram alvöru uppstokkun í yfirstjórnum bankanna þriggja.  Ekki er ásættanlegt að sama fólkið sé þar við stjórnvölinn á var í gömlu bönkunum.  Byggja þarf upp traust að nýju.  Til þess þarf að skifta um fleira en húsgögn.
  4. Forsætisráðherra þarf að tilkynna að gengið veriði til kosninga á vormánuðum (maí eða júní).
  5. Gera þarf tafarlausa gangskör að fá erlenda sérfræðinga að rannsaka meinta sviksemi og siðferðisbrot stjórnenda bankana og eiganda þeirra.  
  6. Skipuð verði nefnd sem skila ætti tillögum um endurreisn hins Nýja-Íslands ekki síðar en í lok janúar.  Nefndina skipi rektorar Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Viðskiptaháskólans Bifröst.  Nefndin fái algjörlega frjálsar hendur til verksins, rúman fjárhag og geti þess vegna kallað til alla þá sérfræðiaðstoð sem þörf verður á.

 

Liðir 1-4 eru algjört skilyrði fyrir því að geta róað það ástand sem hér hefur skapast.  Ég mun aldrei mæla með ofbeldi eða skemmdarverkum en bendi á að mjög lítið þarf til að breyta friðsömum fundi í hreina skelfingu.  Látum það ekki gerast. 

Ábyrgðin er ykkar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Hilmar Haarde.  Fyrst og síðast eruð það þig sem getið.  Til þess þarf áræði, vit og kjark.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Tek heilshugar undir þetta, sér í lagi að full ástæða er til að óttast að uppúr kunni að sjóða. Ég bloggaði einmitt í fyrradag á mjög svipuðum nótum:

http://maeglika.blog.is/blog/maeglika/entry/722523/

Það er hættulegt að loka augunum fyrir því að mótmælin sem eru friðsöm í dag geta farið úr böndunum á morgun.

Haraldur Hansson, 26.11.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Ég er ekki frá því að Ingibjörg Sólrún hafi framið pólitískt Harakiri með því að segja að þetta væri ekki þverskurður þjóðarinnar. Geir var enn hrokafyllri og segir núna í fréttum að þetta hefði verið ákveðin stemmning en ekki endilega það sem endurskoðar sýnir þjóðarinnar frekar en Þjóðviljinn sem þrátt fyrir nafnið hefði aldrei endurspeglað þjóðarviljann. Segir þetta okkur ekki nóg? Hið raunverulega Alþingi - borgarafundur 24. nóvember 2008

Ævar Rafn Kjartansson, 26.11.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Indriði Ingi Stefánsson

Heyr heyr

Indriði Ingi Stefánsson, 26.11.2008 kl. 13:25

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Allt einfaldir og sjálfsagðir hlutir nema nr. 6. Ég vil miklu öflugri vettvang. Svona vil ég hafa þennan lið:

Skipuð verður fjölmenn uppgjörsnefnd valinkunnra einstaklinga sem njóta trausts. Margskonar samtök skipi fólk í nefndina, m.a. stjórnmálaflokkar, verkalýðshreyfing, samtök atvinnurekenda, samtök náttúruverndarmanna, mannúðar- og friðarsamtök, samtök listamanna ofl. Nefndin fær það hlutverk að fara ofan í þróun mála, jafnt á sviði stjórnmála og efnahagsmála undanfarinna ára. Málin sem verða skoðuð er einkavæðing ríkisfyrirtækja, sala bankanna og stjórnun þeirra, peningamálastefnan, hlutur Seðlabankans, stóriðjustefnan og afleiðingar hennar. Sérstaklega skal þáttur stjórnmálamanna og flokka í ákvarðanatöku um þessi mál rannsakaður og þjóðhagslegar afleiðingar skilgreindar. Allir forsprakkar þeirra fyrirtækja sem stunduðu s.k. útrás, með þeim afleiðingum sem við stöndum frammi fyrir, verða að gera grein fyrir sínum störfum. Nefndin skal einnig fara ofan í saumana á umdeildum ákvörðunum s.s. stuðningi við innrásina í Írak. Starf nefndarinnar verði unnið fyrir opnum tjöldum og starfi sem n.k. þjóðarvettvangur.

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.11.2008 kl. 16:27

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hjálmtýr, ég er ekki að tala um uppgjörsnefnd. Þarna er ég að tala um endurreisn lýðveldisins - Nýja-Ísland.

Rannsóknar og uppgjörsnefnd er allt annar hlutur sem er undir lið nr. 5. Að sjálfsögðu þarf sú nefnd rúmar heimildir og alla þætti þarf að skoða, sbr. upptalningu þína.

Sveinn Ingi Lýðsson, 26.11.2008 kl. 19:22

6 identicon

Ágætar tilllögur svo langt sem þær ná. Ég vil hins vegar ekki kosningar fyrr en í maí 2011. Held það skili litlu að skipta um stjórn. Það væri nú fróðlegt að sjá almennilega skoðanakönnun um það efni. Ég er hinsvegar sammála Hjálmtý hér að framan um það að þessi endurreisnarnefnd þurfi að mun öflugri og víðtækari en þú stingur upp á. Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa þar um borð fulltrúa atvinnulífsins, iðnaðar og launþega. Annars fengum við bara teoretískar hugmyndir án lítilla tengsla við raunveruleikann.

Solla (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:35

7 Smámynd: corvus corax

"Ábyrgðin er ykkar ISG og GHH og til þess þarf áræði, vit og kjark." Það sorglega er hins vegar að Solla svikari og Geiri gunga hafa ekkert af þessu þrennu: ekkert áræði, ekkert vit og engan kjark! En sorglegt. Þetta eru sjálfhverfir hrokagikkir sem eru tilbúin til að fórna öllu fyrir valdastólana. Þau hafa sameinast um að tryggja lífeyrisforréttindin í sessi og verja Ceaucescu Oddsson í Bleðlabankanum til síðasta blóðdropa og þar er Solla svikari sýnu ákveðnari en Geiri gunga.

corvus corax, 26.11.2008 kl. 22:09

8 identicon

Þetta eru beztu tillögur sem komið hafa fram til þessa.

En það þýðir greinilega ekki neitt að hafa afdankaðan yfirhomma Íslands sem stjórnanda mótmælanna, því undir hans stjórn má ekki gera neitt annað en að standa gapandi upp í vindinn á Austurvelli, og hrópa já eða nei eftir hans geðþótta. Þetta gengur ekki lengur, látum kné fylgja kviði, látum þessa ráðamenn og seðlabankastjóra finna fyrir réttlátri reiði okkar. Því segi ég. SÝNUM VILJANN Í VERKI og látum að okkur kveða.

Kv. Kristján. 

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:49

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hörður Torfason stendur fyrir friðsömum mótmælum og hefur gert það mjög vel.  Það er ekki í hans vilja nér hlutverki að æsa fólk upp í aðgerðir. En ég heyri það víða að fólk er orðið óþolinmótt og vill sterkari mótmæli eða jafnvel einhverjar aðgerðir. Það gengur ekki til lengdar að safnast saman og hlusta á ræður bara til að gera eins næstu laugardaga ef ekkert gerist í framhaldinu fyrir mjög þjáða og þjakaða þjóð. Fólkið í landinu getur bara ekki tekið meira af áfalla og spillingarfréttum án þess að geta á einhvern hátt fengið útrás fyrir vonbrigði sín og reiði. Við erum búin að vera í frjálsu falli í margar vikur og ekkert í spilunum sem segir að nú förum við að lenda. Á einhverjum tímapunkti mun eitthvað bresta í þjóðarsálinni ..spurningin mín er sú..Hvort verður það þeim að kenna sem var aldrei ansað eða þeim sem aldrei önsuðu fólkinu nema með hroka og skætingi og engum raunverulegum svörum???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband