Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Hver hinn innri maður forsætisráðherrans?
Fréttamenn RÚV og Stöðvar 2 eru með forsætisráðherra GHH í viðtali. Ljóst er í upphafi að honum er viðtalið ekki á móti skapi.
Þegar hann uppgötvar að fréttamaðurinn spyr hann krefjandi óþægilegrar spurningar breytist viðmótið. Pirringur sést og þegar hann á ekki til svar bregst hann illa við og veit af reynslu að sókn er besta vörnin. Því ræðst hann á fréttamanninn G.Pétur og frávarpar vandræðum sínum yfir á hann. Þetta er vissulega vel þekkt aðferð í sjálfsvörn og rökþroti. Það er því hægt að virða GHH það til vorkunnar að hann er mannlegur og bregst við á mannlegan hátt þegar hann kemst í þrot og kann ekki svar við beittri spurningu G.Péturs.
Að sjálfsögðu átti þetta erindi við þjóðina. Voru þeir ekki báðir í vinnu hjá henni. Er ekki hlutverk forsætis að kunna skil á þeim atriðum sem þarna var spurt um og geta svarað fyrir það. G.Pétur var líka í vinnu hjá þjóðinni. Honum bar að rækja fréttamannsstarf sitt af trúmennsku og kostgæfni og veita stjórnvöldum aðhald með beittri opinni upplýstri umræðu sem varpaði ljósi á raunverulega stöðu mála. Mistök G.Péturs liggja fyrst og fremst í því að birta þetta ekki fyrr. Þó er betra seint en aldrei.
Sérstaklega á þessum umbrotatímum. Þar skiptir miklu persónustyrkur og persónugerð þeirra er með völdin fara. Það sem GHH sýndi þarna var langt frá því að vera viðeigandi af manni í hans stöðu. Í þeirri naflaskoðun sem öll þjóðin þarf nú að ganga í gegn um skal allt upp á borðið. Þetta líka. Því betur sem brotin raðast upp í heildarmyndinni mun þessi skoðun gefa okkur tækifæri á endurmati, endurskoðun gilda, framtíðarsýnar og markmiða. Til þess er sagan að hægt sé að læra af henni.
Þegar hann uppgötvar að fréttamaðurinn spyr hann krefjandi óþægilegrar spurningar breytist viðmótið. Pirringur sést og þegar hann á ekki til svar bregst hann illa við og veit af reynslu að sókn er besta vörnin. Því ræðst hann á fréttamanninn G.Pétur og frávarpar vandræðum sínum yfir á hann. Þetta er vissulega vel þekkt aðferð í sjálfsvörn og rökþroti. Það er því hægt að virða GHH það til vorkunnar að hann er mannlegur og bregst við á mannlegan hátt þegar hann kemst í þrot og kann ekki svar við beittri spurningu G.Péturs.
Að sjálfsögðu átti þetta erindi við þjóðina. Voru þeir ekki báðir í vinnu hjá henni. Er ekki hlutverk forsætis að kunna skil á þeim atriðum sem þarna var spurt um og geta svarað fyrir það. G.Pétur var líka í vinnu hjá þjóðinni. Honum bar að rækja fréttamannsstarf sitt af trúmennsku og kostgæfni og veita stjórnvöldum aðhald með beittri opinni upplýstri umræðu sem varpaði ljósi á raunverulega stöðu mála. Mistök G.Péturs liggja fyrst og fremst í því að birta þetta ekki fyrr. Þó er betra seint en aldrei.
Sérstaklega á þessum umbrotatímum. Þar skiptir miklu persónustyrkur og persónugerð þeirra er með völdin fara. Það sem GHH sýndi þarna var langt frá því að vera viðeigandi af manni í hans stöðu. Í þeirri naflaskoðun sem öll þjóðin þarf nú að ganga í gegn um skal allt upp á borðið. Þetta líka. Því betur sem brotin raðast upp í heildarmyndinni mun þessi skoðun gefa okkur tækifæri á endurmati, endurskoðun gilda, framtíðarsýnar og markmiða. Til þess er sagan að hægt sé að læra af henni.
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Geir er sennilega ekki vondur maður en hann er hættulegur. Hann tekur rangar ákvarðanir og er að keyra þjóðina í gjaldþrot. Það skiptir engu máli hvort hann er að gera þetta allt viljandi eða bara alveg óvart. Hann verður að fara.
Svo legg ég til að við losum okkur við Ingibjörgu bónusgrís úr Stjórnarráðinu.
Björn Heiðdal, 25.11.2008 kl. 21:56
Ég held að þú verðir að horfa á viðtalið aftur. Það er fréttamaðurinn sem missir sig þegar Geir biður um beinar spurningar. Hann veit ekki hvernig hann á að bregðast við þegar Geir bendir honum á að þær forsendur sem fréttamaðurinn gefur sér í spurningunum standast ekki.
Það er engan vegin við hæfi að fréttamenn séu að gera sig breiða fyrir forsætisráðherra eins og G. Pétur gerir fyrst eftir viðtalið þó ekki sé annað að sjá en þeir skilji frekar sáttir í lokin.
Það er fullkomlega eðlilegt að forsætisráðherra líði ekki ósæmilega framkomu fréttamanna við sig. Sé ekki betur en Geir komi sterkari ef eitthvað er úr þessu viðtali.
Landfari, 25.11.2008 kl. 22:15
Þarna verður hver að meta fyrir sig. Mér er ómögulegt að sjá fréttamanninn gera sig "breiðan". Hefði alveg mátt gera það. Finnst alltof mikið um lotingarfull drottingarviðtöl þar sem viðmælendurnir stjórna ferðinni. Slík viðtöl eru móðgun við upplýst fólk og ég frábið mér slikt.
Ég hef lýst minni skoðun á þessu og birting þessa myndbands sé ótvírætt upplýsandi fyrir þá umræðu sem nú er rétt að hefjast um hrunið, orsakir, afleiðingar, lærdóm og nýtt gildismat.
Núverandi gildi eru ekki að virka. Svo mikið er víst.
Sveinn Ingi Lýðsson, 25.11.2008 kl. 22:45
Fátt er aumkunarverðara en óburðugur leiðtogi sem sýnir þóttafullan hroka til að breiða yfir vanmáttinn.
Geir er að upplagi vænsti drengur sem hefði auðveldlega náð vinsældum sem bókari í meðalstórri verslun.
Árni Gunnarsson, 26.11.2008 kl. 00:52
VG Pétur hagar sér eins og óþægur krakki í myndbandinu, það hnusar í honum og það liggu við að hann kjökri. Hann býður Geir upp á að segja nei við spurningunni sem Geir þiggur og gengur á braut - VG Pétur niðurlægir sjálfan sig í myndbandinu, ekki Geir.
sg (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:53
Mikið er ég sammála þér Árni. Málið er bara að þessi G. Pétur er bara enginn leiðtogi. Hann var bara í starfi sem hann, samkvæmt þessu myndbandi, réð ekki við.
Varðandi Geir hinsvegar þá má það vel vera. Ég þekki ekki manninn persónulega. Mér finnst hinsvegar mjög mikilvægt að pólitíkusar stafi samkvæmt sannfæringu sinni en ekki eftir vinsældavali. Því miður eru allt of margir á þingi sem selja sannfæringu sína fyrir vinsældir.
Landfari, 26.11.2008 kl. 13:01
Landfari og sg: Það sem G. Pétur vill sýna fram á með þessu myndbandsbroti er nokkuð sem íslenskir fjölmiðlamenn hafa mátt búa við í langan tíma. Þeir sem ekki eru „þóknanlegir“ valdamönnum; „spyrja ekki réttu spurninganna“, þeim er úthýst af viðmælendum sínum. Hversu oft hef ég ekki heyrt fjölmiðlafólk segja að það geti ekki spurt hina og þessa um umdeild málefni, vegna þess að þá muni viðkomandi stjórnmálamaður ekki tala við það framar, en biðja um annan fréttamann eða blaðamann ef taka á viðtal. Þetta er ömurleg staðreynd sem þarf að varpa ljósi á, eins og margt annað í þessu þjóffélagi.
Fjölmiðlamaður (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:56
Fjölmiðlamenn hélt ég að væru mikilvægari fyrir stjórnmálamenn en öfugt. Það er náttúrulega út úr korti að sjórnmálamenn getir valið sér fréttamenn. Annað með viðtalsþætti.
Stjórnmálamaður sem fréttamenn setja út í kuldann er í hættu með að missa vinuna innan 4ra ára en fréttamaður sem stjórnmálamenn setja út í kuldann getur haft nóg að gera.
Fréttamaður þarf hinsvegar að koma þannig fram að viðkomandi hafi áhuga á að tala við hann ef fréttamaðurinn á að ná einhverjum árangri öðum en þeim að fá staðlaða fréttatilkynningu út úr viðtalinu. Alvöru stjórnmálamanni hlýtur að finnast það áhugavert og jafnvel áskorun að mæta í viðtal hjá góðum fréttamanni þótt hann spyrji ákveðinna og krefjandi spurninga. Fréttamaður sem er með yfirgang eins og G. Pétur var með í þessu "viðtali" er og á að vera fyrir neðan virðingu forsætiráuneytsins að standa í. Persóna Geirs kemur því máli ekkert við.
Við verðum að hafa í huga að tími þessa manns er dýrmætur, við erum að borga honum vel á aðra milljón á mánuði í laun og það er ekki til að standa í einhverju rifrildi við "fréttamenn" sem ekki kunna sitt fag. Geir benti réttilega á í spjalli þeirra á eftir að það er algerlega ófært að hann þurfi að vera endalaust að gefa einhver komment á umæli hinna og þessa útí bæ. Ég sem skattgreiðandi er bara ekki að greiða honum laun fyrir það. Hann hefur einfaldlega öðrum hnöppum að hneppa.
Það er bara vandasamt verk að vera góður fréttamaður og verður örugglega ekki allt lært í skóla. Partur af því sem þarf er eitthvað sem maður þarf að hafa í sér. Svipað og með kennara. Ef þú hefur ekki þau eliment í þér sem þarf þá geturðu aldrei lært að verða góður kennari.
Landfari, 26.11.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.