Mánudagur, 24. nóvember 2008
Svo sannarlega sjálftökusamfélag
Frábær ræða hjá Þorvaldi. Hann flutti skarpa sýn á tilurð þess vítahrings við erum nú lent í. Lent í af völdum spilltra stjórnmálamanna sem í skjóli frjálshyggju gerðu það eitt að skara eld að eigin köku. Hann hitti svo sannarlega naglann á höfuðið þegar hann sagði kvótakerfið upphafið að sjálftökusamfélaginu.
Mitt mat er að kvótakerfið sé í eðli sínu ekkert annað en upptaka gamla lénsveldisins. Byggðir landsins hafa sviðnað undan þessu óréttláta kerfi sérhagsmuna. Þorpin við sjávarsíðuna eru í góðri kreppuæfingu. Fólkið þar er nú þegar búið að upplifa kreppu. Kreppu tilorðinni af því að lénsherrann seldi kvótann burtu. Enga björg var að fá, atvinnan farin, eignir verðlausar
og sjálfsmyndin brotin. Víða situr fólk í verðlausum húsum sínum og fær sig hvergi hrært. Litla vinnu að hafa nema rétt til að skrimta. Þetta fólk hefur ekki sett Ísland ehf á hausinn.
Nú þegar ríkið hefur í raun eignast mestallan kvótann gefst kærkomið tæifæri til að stokka kerfið upp. Ekkert annað en opinber útboð koma til greina. Vissulega má binda aflaheimildir að hluta til við landshluta ef mönnum sýnist svo. Grunnurinn verður að vera á að veiðar og nýting sé arðbær.
Það er hún ekki í dag þegar skuldir útgerðarfyrirtækjanna nema margfaldri ársveltu.
Mitt mat er að kvótakerfið sé í eðli sínu ekkert annað en upptaka gamla lénsveldisins. Byggðir landsins hafa sviðnað undan þessu óréttláta kerfi sérhagsmuna. Þorpin við sjávarsíðuna eru í góðri kreppuæfingu. Fólkið þar er nú þegar búið að upplifa kreppu. Kreppu tilorðinni af því að lénsherrann seldi kvótann burtu. Enga björg var að fá, atvinnan farin, eignir verðlausar
og sjálfsmyndin brotin. Víða situr fólk í verðlausum húsum sínum og fær sig hvergi hrært. Litla vinnu að hafa nema rétt til að skrimta. Þetta fólk hefur ekki sett Ísland ehf á hausinn.
Nú þegar ríkið hefur í raun eignast mestallan kvótann gefst kærkomið tæifæri til að stokka kerfið upp. Ekkert annað en opinber útboð koma til greina. Vissulega má binda aflaheimildir að hluta til við landshluta ef mönnum sýnist svo. Grunnurinn verður að vera á að veiðar og nýting sé arðbær.
Það er hún ekki í dag þegar skuldir útgerðarfyrirtækjanna nema margfaldri ársveltu.
Kvótakerfið varðaði veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Sammála. Burt með kvótakerfið og spillingarliðið
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.