Viðbrögð Birnu bankastjóra gera ekkert annað en staðfesta frásögn Agnesar Bragadóttur

"....er augljóst að þagnarskylda var brotin og bankinn mun grípa til viðeigandi aðgerða þar að lútandi". Þarf frekari vitna við.  Ég held ekki.  Öll gögn styðja frásögn Agnesar af sukkinu og svínaríinu sem viðgekkst í þessum banka.  Ef banka skyldi kalla.  Hér er um svo alvarlegt athæfi að ræða gagnvart öðrum viðskiptavinum Glitnis að bankaleyndinni af þessu þarf að létta.  Núna strax.  Er fólk ekki að átta sig á að hér höguðu svokallaðir "bissniessmenn" og "útrásarvíkingar" eins og ótíndir Nígeríusvindlarar. 

Og alltaf flýtur óhroðinn upp.  Nú síðast fréttir af peningaþvættismáli starfsmanns Virðingar.  Í fréttum kemur fram að starfsmaðurinn hafi notað trúnaðarupplýsingar til að hagnast persónulega og notað fyrirtækið eins og peningaþvottavél.  Auðvitað koma svona mál alltaf upp öðru hverju.  Það sem gerir þetta mál verra eru fjölskyldutengsl hans við forstjóra Virðingar (bræðrasynir) og við forstjóra Kauphallarinnar en starfmaðurinn er sonur Þórðar kauphallarforstjóra.  Að auki blandast bróðir hans inn í málið en hann starfar hjá öðru verðbréfafyrirtæki.

Nú er gott og blessað að lögreglan hafi hendur í hári þeirra sem ljúgja og svíkja.  Í þessu tilfelli talað um hundruðir milljóna.  Lögreglan gengur þarna vasklega fram og handtekur og húsleitar eins og þörf er á.

Í ljósi þessa er mér alveg óskiljanlegt hvernig í veröldinni stendur á því að enn skulu þeir glæpasnúðar sem komu okkur, heilli þjóð, á kaldan klaka enn ganga enn lausir.  Þar erum við ekki að tala um neinar hundruðir milljóna, nei, þúsundir milljarða.  MILLJARÐA!!!  Hvers konar aumingjadómur er það að ganga ekki strax í verkin.  Þessir menn eiga að sjálfsögu að vera í gæslu á meðan mál þeirra eru rannsökuð.

Þar á bankaleynd ekki við.  Ég gef skít fyrir hana þegar ég og aðrir saklausir íslendingar þurfa að blæða og borga fyrir þessa svindlara.

 


mbl.is Glitnir semur nýjar lánareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Óhroðinn sem nú flýtur upp er skelfilegur. Samfélagið er gegnumsýrt af spillingu, svo slæmri að margir leggjast í afneitun.

Það sem við blasir er að nokkrum mönnum sem ekki höfðu neina þekkingu á bankarekstri og fjármálum voru nánast gefnir ríkisbankarnir. Leikreglurnar voru góðar en það er eins og enginn hafi farið eftir þeim og allt hafi verið látið reka á reiðanum.

Varðandi trúverðugleika fréttarinnar liggur fyrir að allt sem dregið hefur verið fram í dagsljósið gerir ekkert annað en styðja hana. Efalaust er Agnes með sína heimildarmenn. Þeir munu ekki stíga fram. Það er einfaldlega of hættulegt.

Sveinn Ingi Lýðsson, 24.11.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband