Laugardagur, 22. nóvember 2008
Ekki meir, ekki meir........Geir
Þetta myndband af viðtali G. Péturs og Þóru Kristínar við Geir Hilmar er með ólíkindum. Hvað gekk fréttastofum, RUV og Stöðvar 2 til að birta þetta ekki í heild. Það sem mér finnst fyrst og fremst aðfinnsluvert er meðferð yfirmanna þessara fréttastofa á þessu viðtali. Hvers konar tjónkun er það við valdhafana að birta þjóðinni þetta án tafar. Ég leyfi mér að halda því fram að í þeim lýðræðisríkjum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við hafi viðtal sem þetta verið birt sem fyrsta frétt.
Það sem forsætisráðherra þjóðarinnar býður þarna upp á er með ólíkindum. Þóttafullur reynir hann að lítillækka fréttamanninn og þegar hann getur ekki lengur snúið út úr spurningunum þá bregst hann svona við.
En hér er myndbandið þannig að dæmi nú hver fyrir sig.
Myndbandið var birt á bloggsíðu G. Péturs í gær. Þar kemur fram að auðvitað hefði átt að sýna þetta í heild þegar í stað en það er alltaf gott að vera vitur eftir á.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Ja eg er nu ekki hissa a ad tad endi med tvi ad madurinn verdi sma pirradur a tessu eilifdar rugli.
Tad kemst ekkert ad hja tessu frettlidi annad en ESB, EVRA, ESB og EVRA !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 09:22
Búin að svara athugasemdinni þinni.
Heiða Þórðar, 22.11.2008 kl. 15:17
Þetta sýnir svart á hvítu að þjóðin er ekki að fá neitt nema tilbúnar uppskriftir þar sem allir eiga að vera vinir.
Allir fréttmenn og fjölmiðlamenn verða að hætta öllum vinskap við ráðamenn þjóðarinnar. Ef það er ekki hægt að fá upp úr þeim sannleikann þá geta frétamenn ákveðið í sameiningu að hunsa viðkomandi stjórnmálamenn / flokk þegar viðkomandi menn/flokkur vill koma einhverju ímyndarjákvæðu á framfæri fyrir sjálfa sig.
Þetta er eins langt frá lýðræði og hægt er.
B Ewing, 23.11.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.