11. gr. laga nr. 36/2001

Minntist DO ekki á ákvæði þessarar greinar?  Skrítið.  Greinin fjallar um heimild Seðlabankans um að gera lánastofnunum að leggja ákveðið hlutfall innlána á sérstakan bundinn reikning í Seðlabankanum.  Stundum kölluð bindiskyldan.  Hún er annað af tveimur stjórntækjum bankans á efnahagsmálum.  Hitt eru vextir.  Eins og allir þekkja var því stjórntækinu óspart beitt.  Hvers vegna beitti DO ekki bindiskylduákvæðinu til að hafa þennan bráðnauðsynlega hemil á útþenslu bankanna? 

Manni er spurn.  Svo vogar þessi maður sér að mæta með smjördósinar, nei -föturnar og sletta á allt og alla.  Allir eiga sök nema hann.  OMG, hversu háu stigi getur veruleikafirringin náð.  Hann hagar sér eins og illa uppalin frekur krakki í barnaafmæli.

Annað tveggja er maðurinn galinn eða þá að hann er að undirbúa brottför sína úr "pólitík" og bankanum með hvelli, miklum hvelli.

 Hvisssss....baaang.

 

Farinn!!!


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er orðið mjög alvarlegt. Hvers vegna í ósköpunum er Davíð Oddsson ekki látinn taka pokann sinn og fara? Hann var byrjaður að sækja um lán um allan heim í apríl sl. og viðbrögð annarra þjóða voru með þeim hætti að fljótlega hefði Sríkisstjórnin átt að tala við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn um neyðarlán. A hverju var það ekki gert? Vissi ríkisstjórnin ekki af því og var því þá haldið leyndu af DO?

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kíktu á ákvæði EES samningsins um hið heilaga FJÓRFRELSI

kíktu svo á hvað SÍ reyndi að gera fyrir svo sem 3 árum, þegar Davíð vildi hækka þessa bindiskyldu.

einhverjir hér innanlands kærðu og ekki bara þurftu menn að draga til baka að sem sett var á, heldur lækka meir en hækkað var.

Svo væri skynsamlegt af þér ,að kíkja svona í leiðinni á ákvæði ESB um orkufyrirtæki.

Opinberir aðilar MEGA ekki eiga slík fyrir tæki,heldur verða menn að fleyta þeim inn á Markað.

Þetta hafa menn verið að gera í Evrópu með skelfilegum afleiðngum fyrir venjulegt fólk.

Það EITT nægði mér til að segja NEI við ESB þrælabúðir

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.11.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Bjarni. Getur þú sent mér vefslóðir þar sem fjallað er um þrjá fyrstu punktana hjá þér?

Kv.

Örvar Már Marteinsson, 18.11.2008 kl. 18:15

4 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Kristín, Bjarni og Örvar.

Bjarni, ég tek undir með Örvari. Mér þætti afskaplega vænt um að þú færðir rök fyrir fullyrðingum þínum.

Ég er bara alls ekki á sjá neinar þrælabúðir í Evrópu. Samt tel ég mig þekkja nokkuð vel til þar. Endilega komdu með einhver dæmi máli þínu til stuðnings. Annars eru þetta eins og sleggjudómar byggðir á fordómum og fáfræði.

Sveinn Ingi Lýðsson, 18.11.2008 kl. 23:13

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Sveinn: mér skilst að Seðlabankinn hafi orðið að lækka bindiskyldu bankanna, til að koma til móts við reglur Seðlabanka ESB um bindiskyldu, og að það hafi gerst á síðasta ári ef mig misminnir ekki, og það sé ástæðan fyrir því að ekki var hæg að nota bindiskylduna eins og þú ert að nefna. 

Magnús Jónsson, 19.11.2008 kl. 20:34

6 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Magnús: Samkvæmt því sem formaður stjórnar FME, Jón Sigurðsson, segir mun það ekki vera rétt. Þetta sé algjörlega í valdi hvers Seðlabanka fyrir sig. Undir þetta tekur deildarstjóri hagdeildar Seðlabankans, Yngvi Örn Kristinsson. Á fundi Viðskiptaráðs í gær sagði hann Seðlabankann eiga næg stjórntæki í sínum verkfærakassa, þ.m.t. bindiskyldu.

Vaxtaákvarðanir og bindiskylda þeirra þjóða sem eru í Evrusamstarfinu eru hins vegar ákvarðaðar af Seðlabanka Evrópu. Aðrar þjóðir með sér mynt ákveða þetta hver fyrir sig. Nánast allar þeirra eru nú búnar að taka númer í biðröðinni að uppfylla skilyrði evruupptöku.

Þannig að eftir einhverju eru þessar þjóðir allar að slægjast. Svo mikið er víst.

Sveinn Ingi Lýðsson, 19.11.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband