Dómgreindarleysi og veruleikafirring ráðamanna

Miðaldra lífsreyndum manni kemur fátt á óvart þessa dagana.  Samt er ég furðu lostinn á því þeirri dæmalausu veruleikafirringu sem fram kemur í hrokafullu svari þeirra Geirs og Ingibjargar.  Eru þessi menn, Árni og Björgvin fullgildir ráðherrar sinna málaflokka?  Í hverju felst ráðherradómurinn?  Vegtyllunni einni saman án nokkurrar ábyrgðar á athöfnum eða athafnaleysi undirstofnanna sinna?

Sama má segja um seðlabankastjórnina.  Þar er bara of seint í rassinn gripið, allur trúverðugleiki og traust er farið fjandans til.  Krónunni ekki lengur viðbjargandi þannig að litlu máli skiptir hvort hinn hrokafulli lýðskrumari Davíð Oddsson og hans kollegar sitji eða fari.

Fólk er almennt orðið ofsareitt og nú mun reiðin beinast að geðlurðunni Geir Haarde og blaðurskjóðunni Ingibjörgu.  Ástandið er orðið mjög eldfimt og það er orðin bara spurning um hvenær fyrsta steininum er kastað, fyrsti bíllinn brenndur, fyrsti táragasbrúsinn tæmdur og eitthvað sé nefnt.  

Þjóðin krefst svara.  Þjóðin krefst aðgerða.  

Núna.


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mér finnst verst hvað þeir eru veruleikafyrtir,stundum eru þeir eins og þeir séu að koma af fjöllum Hvenær vakna þeir Kveðja Óla

Ólöf Karlsdóttir, 12.11.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband