Miðvikudagur, 5. nóvember 2008
Dalton bank brothers?
Af skuggalegum kumpánum fréttist í Borgarfirðinum. Töldu menn sig þekkja þar Dalton bræður, hestlausa. Síðast fréttist af þeim vinnandi í banka í Reykjavík og aðspurðir þá töldu þeir sig hafa fengið góða "útrás" fyrir vel þekkta hæfileika sína.
Glöggir menn lögðu saman tvo og tvo og hafa nú tengt komu bræðranna við hrossahvarfið. Einn þeirra mun hafa byggt sér sumarhöll í Norðurárdalnum að sögn bræðranna.
Lukkuláki og Léttfeti munu vera á leiðinni. Miklar vonir eru nú bundnar við nýtt starf Láka, þ.e. í íslenska fjármálaeftirlitinu.
Horfin hross úr haga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.