Mánudagur, 3. nóvember 2008
Hvílík martröð - Nauðsyn á erlendum rannsóknaraðilum
Það er ekki lát á vondum fréttum þessa daga. Nýjustu fréttir af skuldaniðurfellingum starfmanna bankanna slá þó allar aðrar spillingarsögur gjörsamlega út. Maður verður nánast því orðlaus. Almennir hluthafar svo og eigendur peningamarkaðsjóða eru hafðir að ginningarfíflum og féflettir á meðan bankaskríllinn tryggir sig í bak og fyrir.
Á sama tíma eru núverandi ríkissaksóknari og sá fyrrverandi settir í það auma og vonlausa hlutskipti að rannsaka hugsanlega brot fjölskyldumeðlima. Ráðandi öfl í samfélagi okkar eru svo samtvinnuð þessari spillingu að ekki kemur annað til greina en leita út fyrir landsteinana að óháðum rannsóknaraðilum.
Annað mun vart trausts vert.
Á sama tíma eru núverandi ríkissaksóknari og sá fyrrverandi settir í það auma og vonlausa hlutskipti að rannsaka hugsanlega brot fjölskyldumeðlima. Ráðandi öfl í samfélagi okkar eru svo samtvinnuð þessari spillingu að ekki kemur annað til greina en leita út fyrir landsteinana að óháðum rannsóknaraðilum.
Annað mun vart trausts vert.
Engar niðurfellingar hjá Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ottast að þetta se bara byrjunin a hrunadansinum
Hörður (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:29
Að lokum verður Ísland bara einangruð eyja og spillingin er það eina sem eftir verður. Hér vantar bara banönum og þá verður þetta fullkomið.
Heidi Strand, 4.11.2008 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.