Á lítilli eyju við heimsskautahjara

Rakst á þetta kvæði á strandir.is Þetta held ég að sé lýsandi fyrir hug margra í dag fyrir þeirri ömurlegu stöðu sem búið er að setja íslenska þjóð í.  Það kannski ekki neinn einn sem ber það alla sök og misjafnt er hvernig "útrásarvíkingarnir" hafa brugðist við.  Sumir flýja land með fjármuni í ferðatöskum á meðan aðrir virðast ætla að takast á við vandann eins og menn. 

 

Á lítilli eyju við heimsskautahjara

býr heimakær, vansvefta, auðtrúa þjóð.

Hún leit upp til ráðsmanna loðinna svara

sem loforðum öfugt í kok hennar tróð.

 

Þeir níddust á trausti og trúgirni okkar

– táldrógu sannlega helvítis til.

Og allt sem þeir gerðu, þeir gordrullusokkar

gerðu þeir flottræflum sínum í vil.

 

En frelsið er háðara boðum og bönnum

en bláeygðir frjálshugar ímynda sér.

Þjóð mín var notuð af nýríkum mönnum

og nauðgað af útrásarvíkingaher.

 

Veit ekki eftir hvern þetta er en ef einhver getur upplýst mig um það verður það þegið þökkum með.

 

Nú er komið í ljós að höfundurinn er Baggalúturinn góðkunni Bragi Valdimar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú barastasta eftir hann mig:

http://baggalutur.is/skrif.php?id=1496

Bragi Valdimar (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband