Laugardagur, 30. ágúst 2008
Meinsemdin blasir við en allir líta undan
Flestum hugsandi fólki má vera ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur gengið sér til húðar. Reyndar hefur mér virst það augaljóst frá upphafi að kerfi einokunar og sérréttinda er dæmt til þeirrar sjálfseyðingar sem nú er að ganga eftir. Kerfinu var í fyrstu komið á fót, efalaust af góðum huga, til að bjarga veiðistofni þorsksins frá eyðileggingu og ofveiði.
Aðferðin við skiptingu auðlindarinnar var hins vegar ein galin og verða má. Einungis ein stétt manna var tekin út og afhent auðlindin til notkunar, útgerðarmenn sem höfðu haldið skipum til veiða í þrjú svokölluð viðmiðunarár á undan kvótasetningunni 1984. Eftir sátu með sárt ennið, sjómenn, fiskverkafólk, fiskverkendur og aðrir sem áttu beina eða óbeina hagsmuni af veiðum og vinnslu. Gjörsamlega var gengið á skjön við alla heilbrigða hugsun um atvinnufrelsi og opið markaðskerfi.
Áður hef ég hér í bloggfærslum og í greinum gert grein fyrir hugmyndum mínum á útfærslu uppboðskerfis þar sem allir ættu jafna rétt til boðanna og þá einungis til skamms tíma í senn. Það er gjörsamlega glórulaust að svokallaðir "sægreifar" sitji að aflaheimildunum eins og fyrri tíma lénsherrar og skammti örðum skít úr hnefa.
Kerfi sem þetta er eins og mein sem étur lífgjafann innanfrá. Allir vita en líta undan því meinsemdin er miður geðsleg og mun valda mörgum tjóni þegar á henni verður stungið. Það verður samt ekki hjá því komist, því fyrr því betra.
Nýtt fiskveiðiár mörgum erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:48 | Facebook
Athugasemdir
Kerfið hvetur til brottkasts.
Sigurður Þórðarson, 31.8.2008 kl. 00:07
Ekki bara það að þessum greifum hafi verið afhentar veiðiheimildirnar, heldur er þeim líka veitt nánast samkeppnislaus einokun á að vinna fisk í landinu, með því að líða þeim að taka allan afla úr sínum skipum til vinnslu við smánarverði og sjómenn kyssa bara á vöndinn....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.8.2008 kl. 01:27
Já Sveinn Ingi. Nú er svo komið að nú verða að gilda orð Björns Blöndals sýslumanns sem hann viðhafði fyrir aftöku Agnesar og Friðriks við Þrístapa í Vatnsdalshólum 12. janúar 1830:
"Enginn má undan líta!"
Árni Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.