Slysahætta vegna kæruleysis

Þessi frétt vekur mann til umhugsunar hvort virkilega séu enn til flutningabílstjórar sem læsi ekki gámalásum.  Öðruvísi getur gámur ekki fokið af vagni. 

Þrátt fyrir alla þá umræðu sem verið hefur um slælegan og hættulegan frágang á farmi má enn sjá kærulausa (og/eða heimska) bílstjóra sem ekki ganga tryggilega frá flutningi.  Eru þessir menn tilbúnir til að hugsa þá hugsun til enda hvað geti gerst þegar t.d. gámur fýkur af?  Eru menn tilbúnir til hins sama með óbundnar vinnuvélar á vögnum?

Ég bara spyr?


mbl.is Gámur fauk af bíl á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Orð í tíma töluð, þeir eru einmitt að forðast að gámurinn taki vagninn með, ótrúlegur glannaskapur. Svo eru það rúlluflutningarnir, öðru hverju er maður að sjá rúllur utan vegar, þær eru þar einungis vegna þess að þær detta af flutningavögnunum, enda er frágangur ekki alltaf upp á marga fiska.

Ekki vildi ég að mín kona fengi rúllu á bílinn sinn, með börnin með.

HP Foss, 29.8.2008 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband