Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Áhyggjuefni fyrir borgarbúa
Það er verulegt áhyggjuefni borgarbúa eigi að slá þessum framkvæmdum á frest um óákveðinn tíma. Uppbyggingin tónlistarhúss, WTCR auk hótels er á mjög viðkvæmu svæði sem illa þolir hálfkaraðar framkvæmdir. Slík dæmi höfum við fyrir augunum um allan bæ og ekki síst í miðbænum.
Samningur mun vera milli allra málsaðila um uppbyggingu svæðisins og það er með ólíkindum að ekki hafi verið hugsað lengra varðandi fjármögnun verksins en raun ber vitni. Þarna verður framkvæmdaaðilinn að standa við sitt og ljúka við verkið eins og um var samið.
Annað er ekki boðlegt.
Viðskiptamiðstöð slegið á frest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.