Laugardagur, 24. maí 2008
Frábær árangur Íslendinga!
Ég hafði það af að sitja með fjölskyldunni heilt kvöld og horfa á júróvísíónina. Mikið af góðum lögum sem vegnaði misjafnlega. Persónulega var ég hrifnastur af Armenska laginu auk þess sem Finnar og Danir voru þrusugóðir.
Þau Regína og Friðrik performeruðu fullkomlega, góður söngur, notuðu sviðið vel og hreinlega geisluðu. Verstur andskoti að þau skyldu ekki hafa almennilegt lag til að syngja. Stigin 64 fengu þau út á frábæran söng, ekki lagið sem mér fannst ansi dapurt, engin laglína, enda engan hitt enn sem getur raulað laglínuna. Næst versta lag sem við höfum sent, bara "Það sem enginn sér" með Daníel Ágústi var lakara. Gulu hanskarnir hefðu verið betri, gullfalleg laglína sem hefði mátt gera virkilega góða með frekari vinnslu. En hvað um, við val á lagi úr forkeppninni kemur alltaf betur og betur í ljós slæmur tónlistarsmekkur - eða er kannski smekkur hinna allra svona slæmur?
En svo er það sigurlagið Believing með rússanum Dima Bilan. Það er ekki annað hægt að heyra en þetta sé að stórum hluta til sama lagið og Cat Stevens söng fyrir 40 árum, Wild World. Þetta getur hver og einn dæmt fyrir sig með að bera saman myndböndin hér að neðan:
Dima Bilan; Believing
Cat Stevens; Wild World
Ísland endaði í 14. sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Úfff - Það er ekki sama laglína þegar hann syngur ííínpossíböl
Hulda (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 00:08
Og Bosníu-Herseg..lagið var á köflum eins og klippt út úr Tommy rokkóperu..
Kona úti á landi
IÞÞ (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.