Útsýni forseta bæjarstjórnar Álftaness verði ei spillt, ónei, ónei.

Eins og þeir vita sem hafa fylgst með bloggfærslum mínum undanfarna mánuði hafa mér verið málefni stjórnsýslunnar á Álftanesi hugleikin.  Mér eins og fjölda annarra hefur ofboðið sá yfirgangur og valdníðsla sem ráðandi meirihluti bæjarstjórnar hefur valið að sýna kjósendum sínum.

Þar ber hæst skipulag miðsvæðið sem mikill meirihluti bæjarbúa hefur tekið einarða afstöðu gegn og séð ástæðu til að nota sér lýðræðislegan rétt sinn og sent inn til skipulagsyfirvalda skrifleg mótmæli við því.  Annað er mál lóðarhafans að Miðskógum 8 sem var svo einstaklega óheppinn að forseti bæjarstjórna býr í næsta húsi og getur ekki sætt sig við að útsýni hans til sjávar verði spillt.  Marta B. Helgadóttir hefur í greinargóðri færslu sinni rakið það dæmalausa mál og ég hvet alla þá sem hafa áhuga að lesa hana. 

Meira síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk fyrir þetta Sveinn.

Marta B Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég las þessa færslu hjá Mörtu og féllust hendur - þetta er of galið mál til að geta fengið að viðgangast. Eru engin ráð gegn svona geggjun?! Önnur en að kjósa þetta lið út af kortinu þegar þar að kemur?

Ég vil ekki sjá svona dellu í mínum heimabæ og finnst þetta afleitt afspurnar fyrir Nesið, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Jón Agnar Ólason, 30.4.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Nú er spurningin um hvaða leiðir séu færar. Samkvæmt dómi Hæstaréttar er lóðin á gildandi deiliskipulagi. Teikningin uppfyllti ekki skilyrði skipulagins, þ.e. 20 cm of hátt á kafla.
1. Þá gæti lóðareigandinn væntanlega sótt um aftur eftir að hafa lagfært teikninguna. Erfitt yrði að hafna slíkri umsókn með dóm Hæstaréttar á bakinu.
2. Sveitarfélagið gæti keypt lóðina af lóðareigandanum. Galli/kostur væri sá slík lausn yrði mjög dýr og væntanlega pólitískur banabiti forseta bæjarstjórnar sem beitti sér af mikilli óbilbilgirni í þessu máli.
3. Breytt deiliskipulagi þannig að lóðin yrði tekin út sem byggingarlóð (sem væri synd því þetta er einstaklega falleg byggingarlóð). Gallar/kostir við þá gjörð yrðu þeir sömu og í lið 2.

Hvernig sem á málið er litið er það bæjarstjórn og þá sérstaklega forseta bæjarstjórnar til háborinnar skammar. Hann beitti sér persónulega gegn lóðareigandanum og beitti líka stjórnsýslu sveitarfélagsins fyrir þann vagn sem vantar nú hjólin á.

Annars er það merkilegt hvernig meirihluti bæjarstjórnar fagnar þessum málalokum og láta svo líta út að lóðareigandinn hafi tapað málinu. Enn virðast þau halda að kjósendur séu upp til hópa vanvitar og ekki læs. Því tel ég rétt að vísa hér beint í dóm hæstaréttar og þar getur hver lesið fyrir sig.

Sveinn Ingi Lýðsson, 30.4.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband