Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Álftanes. Hvað er eiginlega til ráða?
Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni það ástand sem hefur verið á Álftanesi undanfarna mánuði. Meirihluti bæjarstjórnar stendur í stórstríði við bæjarbúa sem neita að fallast á þær umferðarlausnir sem boðið er upp á í nýju aðal- og deiliskipulagi svokallaðs miðsvæðis. Það er fáheyrt að 60 prósent atkvæðisbærra íbúa sjái ástæðu til að senda inn skriflegar athugasemdir við skipulagstillögur. Athugasemdir sem nánast allar beindust að sama atriðinu sem er lokun Breiðumýrar og gerð mikillar umferðargötu meðfram leikskólanum Krakkakoti og Grunnskóla Álftaness. Ekkert tillit var tekið til þessara athugasemda í frekari úrvinnslu skipulagsins.
Ekki hefur verið neinu tauti komið við bæjarstjórann og hans fólk í Á-listanum sem skipar meirihluta bæjarstjórnar með 4 bæjarfulltrúa á móti þrem fulltrúm Sjálfstæðismanna. Var getur veikari meirihluta þar sem aðeins þrjú atkvæði skildi á milli í síðustu kosningum.
Á sama tíma er mikil upplausn í starfsmannahaldi bæjarins eins og fram kemur í fréttinni. Ekki er nóg með að starfsfólk bæjarskrifstofu sé annað hvort hætt eða íhugi að hætta heldur er orðin upplausn í skólastarfi þar sem bæjarstjórinn er kominn upp á kant við skólastjóra og kennara. Sem sagt: Staðan er bráðalvarleg. En hvað er til ráða?
1. Auglýsa þarf starf bæjarstjóra og fá fagmann sem ræður við starfið.
2. Ganga að kröfum meirihluta íbúa varðandi miðsvæðisskipulagið eða ná ásættanlegri málamiðlun.
3. Setja þegar í gang vinnu við að endurheimta traust bæjarbúa og starfsfólks.
Þessa vinnu þarf þegar að setja í gang því ekkert mun gerast í uppbyggingu miðsvæðisins í andstöðu bæjarbúa. Nú er aðalskipulagsbreytingarnar komnar til Skipulagsstofnunnar þar sem íbúasamtökin VERNDUM BÖRNIN munu koma sínum sjónarmiðum að. Það er hægt að þvæla svona málum árum saman í kerfinu og stórhætta á að það gerist nái meirihluti bæjarstjórnar ekki áttum.
Og allir tapa.
Bæjarskrifstofan: Starfsfólk á flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þið eruð alltaf jafn helvíti góðir, sjálfstæðismennirnir, í að þyrla upp pólitískum moldviðrum þegar þið hafið ekki þau völd sem þið teljið ykkur réttborna til.
Jóhannes Ragnarsson, 27.2.2008 kl. 11:58
Hver er að þyrla upp moldviðri? Staðreynd: maður, sem ekki er sjálfstæðismaður, er að fæla alla samstarfsmenn sína úr starfi - sem eru heldur ekki sjálfstæðismenn, og fá 60% af íbúunum svo mikið á móti sér að þeir skrifa bréf til að kvarta.
Raunveruleikinn er fyrir framan augun á þér, af hverju sérðu hann ekki?
Ásgrímur Hartmannsson, 27.2.2008 kl. 12:31
Málið snýst ekki um flokkspólitískar línur. Málið snýst um mjög einkennilega stjórnsýslu bæjarstjórans fyrst og fremst. Það snýst líka um mannleg samskipti sem er ekki sterkasta hlið hans og málið snýst um hreint ótrúlega þrákelkni að troða miðsvæðisskipulagi upp á íbúana í hreinni andstöðu við þá.
Sveinn Ingi Lýðsson, 27.2.2008 kl. 12:39
Þetta er svo löngu hætt að snúast um hvort að D lista fólk sé svekkt eða ekki Jóhannes.
Ég er íbúi á Álftanesi og ég kaus Á listann og ég er komin með nóg af þessum valdahroka sem Á listinn hefur sýnt undanfarið. Ég veit að ég er langt í frá sú eina sem kaus Á listann sem hef þessa skoðun. Einn af þeim sem gekk í hús til að safna undirskriftum vegna mótmæla við nýja skipulagið kaus líka Á listann!
Ég er ansi hrædd um að Á listinn sé búinn að tapa þessum 3 atkvæðum sem færði þeim völdin.
Margret Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:15
Mér sýnist þið vera í vondum málum á Álftanesi. Þið hafið verið sérstakleg"óheppinn" með val á meirihluta. Og núna eru boðberar válegra tíðinda sagðir " þyrla upp pólitískum moldviðrum". Það er vandlifað í henni veröld, það gildir líka um Álftanes.
Í Alvöru talað!
Ólafur Þór Gunnarsson, 27.2.2008 kl. 14:12
Sæll
Þetta er nú ljóta klúðrið þarna
Bestu kveðjur
ss
Sigurður Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 17:54
Ég bara spyr.
Ætli það hefði breytt einhverju að hafa sjálfstæðismenn við völd???
Þó svo að sjálfstæðisflokkurinn þarna sé kanski ekki það sama og sjálfstæðisflokkurinn í einhverju öðru byggðarlagi á landinu.
Ólafur Björn Ólafsson, 27.2.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.