Þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Dómur fallinn. Umhugsunarefni fyrir þá bloggara sem fóru offari í þvagleggsmálinu
Mér finnst þessi dómur alveg í samræmi við tilefnið og óska Ómari til hamingu. Það gengur ekki að "ofbeldismenn" bloggsins fari þar hamförum gegn nafngreindum einstaklingum eða fjölskyldum þeirra. Því hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir þá bloggara sem aftur og aftur tröðkuðu á mönnum sem voru að vinna skyldustörf í svokölluðu "þvagleggsmáli".
Nú hefur dómur fallið í þvagleggsmálinu og má lesa dóminn í heild sinni á þessari slóð: http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700275&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=
Í dómnum kemur sannleikurinn fram. Allra leiða var leitað til að framkvæma þvagtökuna með eins vægum úrræðum og kostur var. Margir bloggararar hreinlega töpuðu sér í þessari umræðu og jusu óþverranum í allar áttir. Það var eins og fólk gerði sér ekki grein fyrir hverjar skyldur lögreglu eru í svona málum. Skyldur - ekki heimild. Það er mjög ítarlega farið ofan í skyldur löreglu við aðstæður sem þessar. Að sjálfsögðu var líka margt skynsamlegt sagt í umræðunni en því miður drukknuðu þær raddir í ofbeldisfullum fáfræðislegum skrifum sumra sem ég ætla ekki að nafngreina hér. Þeir taki sneið sem eiga.
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 21:46 | Facebook
Athugasemdir
Einu ofbeldisfullu fáfræðiskrifin voru þau sem voru skrifuð til varnar sýslumanninum.
Þessu máli er langt frá því lokið.
Elías Halldór Ágústsson, 26.2.2008 kl. 15:57
Ég held að það sé útilokað að Hæstiréttur staðfesti þetta. Miðað við mína reynslu þá viðhafði Gaukur leyfilegan og lögmætan GILDISDÓM. Þótt fast sé að orði kveðið þá hygg ég að dómaframkvæmd (Hæstaréttar) muni staðfesta þennan skilning minn og tala um þjóðfélagsumræðu og gefin tilefni.
Friðrik Þór Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 16:24
Mér finnst þessi bloggdómur afar vafasamur og mjög fljótlegt að finna mörg dæmi um sambærilegt orðalag á netinu. Lögmenn fara kannski að leita þau uppi og taka þau að sér upp á hlut?
Þorsteinn Sverrisson, 26.2.2008 kl. 21:17
Ég held að blogg sé eins og önnur mannleg samskipti. Það er hægt að nálgast viðfangsefnið án þess að níða fólk og gera því upp annarleg sjónarmið. Því miður höfum við alltof mörg sorgleg dæmi í bloggheimum, sbr. Lúkasarmálið og það sem ég nefndi í upphafi, Þvagleggsmálið. Því miður gengu þar margir hreinlega af hjörunum í sleggju- og fordómum auk þeirrar fáfræði sem einkenndi þá bloggara sem mest höfðu sig í frammi þar.
Sveinn Ingi Lýðsson, 26.2.2008 kl. 21:45
Anna. Í dómi héraðsdóms er mjög skilmerkilega farið í gegn um þær réttarreglur sem fara ber eftir í tilfelli sem þessu. Þetta var ekkert sem lögreglan var að gera að gamni sínu. Það eru og hafa verið mjög skýrar verklagsreglur um hvaða skyldur (ekki heimildir) lögreglan ber í svona máli.
Í dóminum kemur líka fram að búið var að reyna öll þau vægari úrræði sem hægt var. Af hverju í ósköpunum gaf konan ekki sýnið án mótþróa.
Að lokum langar mig til að spyrja þig Anna: Hvað átti lögreglan að gera eftir að útséð var um að konan gæfi sýnið sjálfviljug? Er ekki rétt að hugleiða það?
Kannski væri gott að hugleiða allar þær skelfilegu afleiðingar ölvunaraksturs sem við stöndum frammi fyrir. Ég viðurkenni það að í huga mínu var efi þegar málið var í hámæli en eftir lestur dómsins get ég engan veginn vorkennt þessari konu. Þetta var hennar eigið sjálfskaparvíti.
Sveinn Ingi Lýðsson, 26.2.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.