Föstudagur, 8. febrúar 2008
Búið að hleypa loftinu af Svandísi
Allt frá á haustdögum hefur verið mikill póltískur skjálfti vegna REI málsins, meirhluti borgarstjórnar féll og borgarfulltrúar sumir viðhaft stór orð um málið enda má segja að fullt tilefni hafi verið til þess. Svandís Svavarsdóttir kom fram í þessu máli sem fulltrúi heilbrigðrar skynsemi og skaut föstum skotum að borgarstjóra, Birni Inga og stjórnum OR og REI. Öllum mátti vera ljóst að málið var mjög slæmt og þarna hafði hrein og klár græðgi blindað mönnum sýn.
Sú úttekt sem nú hefur verið birt er hreint út sagt einhver alfurðulegasta loðmulla sem sést hefur lengi. Hvar er nú kraftur Svandísar og sexmenningana Sjálfstæðisflokksins? Það er engu líkara en stungið hafi verið prjóni í blöðru þegar hlustað er á Svandísi, nú síðast í Kastljósi. Þvílík flatneskja sem borgarbúum og öðrum landsmönnum er boðið upp á með skýrslu stýrihópsins er algjörlega óásættanleg. Kjósendur sem jafnframt eru eigendur þessara fyrirtækja eiga skýlausan rétt á betri vinnubrögum en þessum. Í Kastljósi var VÞV hreint aumkunarverður, gat engu svarað og stóð hvað eftir annað á gati. Það er held ég öllum ljóst að hans tími í pólítík er liðinn.
Gamli góði Villi. Sorglegt að svona fór. Betra hefði verið að enda feril sinn á annan hátt en þennan. Nú skilur maður kannski Björn Inga. Hann mat greinilega stöðuna þannig að betra væri að koma sér í björgunarbátinn áður er skipið sykki.
En Svandís og Dagur. Hvaða dúsu var stungið upp í ykkur?
Efast um umboð borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Hvaðan komu viðbrögðin, frá Valhöll? Sannleikanum verður hver sárreiðastur og í þessu REI máli eru sjálfstæðismenn með allt niður um sig eins og í hverju málinu af öðru núna. Það má nefna skipun Þorsteins Davíðssonar í dómaraembættið. sölu eignanna á varnarliðssvæðinu og nú sitjið þið kjökrandi yfir úrskurði Mannréttanefndar S.Þ. Og svo eru vinir ykkar í BNA að verja tignarnöfn D listans í tengslum við Nóbelsskáldið Halldór Laxness.
Sannarlega eruð þið aumkunarverðir og ættuð að hleypa loftinu úr ykkur sjálfir áður en þjóðarumræðan verður búin að ganga frá ykkur.
Árni Gunnarsson, 8.2.2008 kl. 19:44
Góð grein hjá þér Sveinn. Svandís og Dagur eru í einkennilegri óvissuferð.
Árni, þú ert einhver mesti fýlupoki sem skrifar hérna á blogginu, reyndu að sjá ljósið rífðu þig uppúr þessum þunglyndisskrifum.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:47
Árni: komu ekki viðbrögð á sínum tíma vegna REI, var Villi ekki tekin á teppið, það urðu stjórnarskipti í borginni vegna REI, Þorsteins málið lyktar illa og mun gera það áfram en viðbrögð hafa komið frá öllum ekki bara kommúnistum, upplýstu mig um þetta Laxness kjaftæði sem er í gangi skil ekki alveg...?
Magnús Jónsson, 10.2.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.