Fimmtudagur, 24. janúar 2008
Skrílslæti í ráðhúsi Reykvíkinga
Þar er fátt annað hægt að segja um framkomu áheyranda á pöllum ráðhússins en hún hafi verið þeim til skammar. Rétta orðið yfir þetta mun vera orðið SKRÍLSLÆTI.
Engu máli skiptir hvar í flokki menn standa eða hverjar skoðanir þeirra eru. Svona gera menn ekki!
Mótmælendur yfirgefa Ráðhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei Sveinn, nú er ég algjörlega ósammála þér. Reiðin gegn þessum andlýðræðislegu vinnubrögðum braust út á þennan hátt og á fullann rétt á sér að mínu mati. En ég hygg að afstaða manna hvað þetta varðar, ráðist af því hvoru megin við borðið þeir standa. Athugaðu það að 75% borgarbúa eru ósáttir við þennan ráðahag!
Egill Rúnar Sigurðsson, 24.1.2008 kl. 17:05
Til upprifjunar:
Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:
http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv
Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016
Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð
Ólafs F,Magnússonar:
http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/
kv. gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:08
Sveinn, svona á lýðræði að vera! Við Íslendingar höfum alltof lengi setið í torfkofunum og látið vaða yfir okkur, það sem gerðist í ráðhúsinu í dag sýnir að lýðræðið á Íslandi er virkt og að það er fólk á móti þessari ógeðslegu spillingu og valdagræðgi sem átti sér stað þar í dag!
Ísleifur Egill Hjaltason, 24.1.2008 kl. 17:17
Ekki misskilja þetta. Þó svo að ég sé yfirlýstur sjálfstæðismaður er ég mjög ósáttur við þennan nýja meirihluta og hvernig hann var myndaður.
Samstarf sem virðist búið til með blekkingum og svikráðum verur ekki langlíft. Það breytir því ekki að svona framkoma er forkastanleg. Það eru til óteljandi leiðir til að láta skoðanir sínar í ljós en skipulegar truflanir á fundi lýðræðislega kjörinna fulltrúa er hrein og klár aðför að lýðræði.
Einn þeirra sem hrópaði hvað mest á pöllunum sagði við mig í dag að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað málið snerist. Átti bara að hrópa í takt við stjórnandann. Mér fannst á honum að þetta hafi verið "ógesslega" fyndið.
Ef við erum á þeim buxunum að svona hátterni sé í lagi inni í fundarsal þá er það klár skoðun mín að efla þurfi lýðræðisvitund íslenskra ungmenna stórlega. Það er í lagi að gera hróp og köll á götum og torgum úti en ekki á vettvangi sem þessum. Þar skilur á milli hversu mikil sem óánægjan er.
Sveinn Ingi Lýðsson, 24.1.2008 kl. 21:14
Sammála þér Sveinn Ingi í þessu og mér fannst ég tilneyddur til að blogga um málið til að lýsa vanþóknum mína á þessum skrílslátum. Það er eitt að mótmæla en annað að koma í vega fyrir að lýðræðislegar stofnanir geti starfað með skrílslátum.
Calvín, 24.1.2008 kl. 21:16
Ég get alls ekki verið sammála þér Sveinn. Þó að það sé ólöglegt að trufla fund með þessum hætti. Þá finnst mér að það hafi verið rækilega nauðsynlegt. Þetta lið gerir ekki annað en að röfla um hvort annað fram og til baka. Stundum þarf að láta heyra aðeins í sér og það er eitt af því sem íslenski lýðurinn er mjög lélegur í að gera. Annað en Frakkar sem fara í mótmæla göngu í annari hveru viku nánast. Borgarstjórnin og alþingi hefur ekkert nema gott að því að fá að heyra aðeins frá fólkinu sem það á að vera vinna fyrir, og hætta þessu bölvaða rugli sem er í gangi á milli þeirra. Þetta verður að gerast oftar!
Tómas Þórsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 21:34
Er ósammála þér Sveinn.
Það var tími til kominn að fólk hér á Íslandi mótmæli því sem það misslíkar og auðvita virka mótmæli best þegar þeim sem mótmælin beinast að verða fyrir ónæði og truflunum.Kjörnir fulltrúar og sjálftöku lið sem bregðast trausti almennings vegna ósvífni sinnar og virðast halda að stólarnir og völdin séu þeirra einkaeign sem engum komi við hvernig þeir fara með ættu að fara átta sig á að sá tímapunktur kemur að fólk fær nóg og losar sig við þá.
Í Frakklandi notaði fólkið fallexi þegar tímapunktinum var náð þar forðum,en vonandi þarf ekki svo róttæk mótmæli hér til að breytingar verði á siðferði stjórnmálamanna og kvenna sem hér hafa farið með völd allt of lengi að mínu mati.
Nóg komið af mannréttinda brotum íslenskra stjórnvalda,við mótmælum öll.
Nonni (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 07:53
Ég er sammála þér Sveinn. Mér fannst líka skrítið að heyra Svandísi segja að "stundum er í lagi að mótmæla með þessum hætti". Hjá vinstri mönnum helgar tilgangurinn meðalið eða eins og sagt er "bara ef það hentar mér".
Ólafur Þór Gunnarsson, 25.1.2008 kl. 09:12
Algjörlega sammála því að þarna hafa verið um skríslæti að ræða en ekki málefnalega mótmæli. Þarna er verið að mótmæli meirihlutanum og ráðast á Ólaf F Magnússon sem persónu. Einnig er ég sammála Ólafi hér fyrir ofan um að það sé náttúrulega bara hneyksli að borgarfulltrúi skuli leyfa sér að segja þetta: "stundum sé í lagi að mótmæla með þessum hætti".
Hjalti Sveinsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:34
Afsakið stafsetninguna hjá mér :) Stundum er betra að flýta sér hægt.
Hjalti Sveinsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:43
Það hefur blessunarlega einkennt þjóðfélag okkar hingað til að málefnanleg skoðanaskipti hafa dugað. Svo er ekki lengur. Lýðræðið er komið í kreppu. Þar er við sjórnmálamennina að sakast held ég. Og það eiga allir flokkar hlut að máli. Veit nú ekki hvort á að kalla þetta skrílsæti þarna í ráðhúsinu í gær, það var enginn með dónaskap. Því síður ofbeldi. Það sem ég sá var ungt fólk sem er nóg boðið, og skyldi engan undra. Atkvæði okkar hafa engin áhrif. Stjórnmálin snúast bara um hrossakaupin sem hefjast daginn eftir kosningar og standa mislengi. Er ekki kominn tími til að endurskoða leikreglurnar eitthvað, t.d. að hafa fleiri umferðir í kosningum eins og er gert í sumum löndum.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:15
Það er vissulega ekki lýræðislegt að beita því sem vopni að koma skipulega í veg fyrir að lýðræðislega kjörnir fulltrúar komist til orða. Ég er hinsvegar ósammála því að þarna hafi verið um slíkt að ræða.
Þarna var að mínu mati um svokallaða friðsamlega borgaralega óhlýðni. Slíkt er ekki löglegt og allir sem taka þátt í slíku eiga á hættu að verða fyrir barðinu á lögreglu, en hefur hingað til ekki verið talið til ósiðlegra baráttuaðferða. Ég minni á að bæði Össur og Ingibjörg Sólrún héldu sínar fyrstu þingræður af þingpöllunum.
Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 14:17
Hvað eru men að æsa sig yfir því þó að nokkur ungmenni sem eru að taka út þroska gargi sig hás á pöllum borgarráðs, þau gerðu ekkert annað var það nokkuð, muna menn ekki eftir því að hafa verið ungir og öfgakenndir, eru menn búnir að gleyma mótmælum fyrrum forseta, eða setu ungmenna í stigagangi, eða hertöku skrifstofu sem kölluð var gíslataka :) , þýskur kanslari sagði að það að vera vinstrisinnaður þegar maður er ungur væri eðlilegt, en ef menn væru það en á fertugsaldrinum þá væri eitthvað að þeim, ég skil ungmennin sem þarna mættu, en ég skil ekki ummæli Svandísar, eða það Dagur sagði, nema orð kanslarans eigi við þau.....
Magnús Jónsson, 25.1.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.