Skólabíll sem þekkist á (skíta)lyktinni!

  Á morgnana liggur leið mín um Hafnarfjarðarveginn og um hálf átta þegar ég ek gegn um Garðabæ liggur oft skelfilega vond útblásturlykt í loftinu, þ.e.a.s. þá fáu daga þegar er logn.  Óþefur þessi takmarkaðist við svæðið frá Engidal að Arnarneshæð.  Fljótlega fann ég upptök brælunnar.  Hún kom frá gamalli hvítri rútu sem ekið norður Hafnarfjarðarveginn  á svipuðum tíma og ég var á. 

Þessi gamla rúta er kyrfilega merkt TREX - Hópferðamiðstöðin ...eitthvað og að auki er á henni merki sem auðkenni skólabifreiðar.  Út úr vinstri hlið þessarar rútu stendur útblásturrörið þar sem þykkur dökkleitur reykjamökkur stendur út úr.  Ekki nóg með það að mökkurinn sé þykkur heldur er lyktin svo skelfilega vond að ég man varla eftir öðru eins frá því ég vann á æfagamalli JCB gröfu fyrir einhverjum áratugum síðan. Sú reykti eins og gamall kolatogari.

Stórar bifreiðar eru flokkaðar eftir stöðlum um útblásturmengun.  Staðlarnir eru nefndir Euro-1 - Euro-5 þar sem efsta talan stendur fyrir mestu kröfurnar.  Í einfeldni minni hélt ég að gerðar væru lágmarkskröfur til bíla sem flytja að dýrmætasta sem við eigum, börnin.  Það er greinilega ekki í þessu tilfelli.

Alla vega er þessi bíll til mikilla óþæginda fyrir aðra vegfarendur, hvað þá börnin sem eru flutt í honum.  Væntanlega er þessi aðili í verktöku fyrir einhvert sveitarfélag.  Sá verkkaupi hefur greinilega ekki háan "standard" varðandi skólabörnin svo ekki sé um aðra þolendur talað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Birgir Ómarsson

Ég hef séð bílinn sjálfur. Þetta er engin lygi með útblásturinn   Ólöf þyrfti að lesa þetta svo hægt væri að kippa þessum málum í lag.

Gísli Birgir Ómarsson, 24.10.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Hver er Ólöf?

Sveinn Ingi Lýðsson, 24.10.2007 kl. 22:56

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Mér er spurn, eru belti í rútunni fyrir börnin? Þetta virðist vera frekar gamall bíll er það ekki? Þess má geta hér að stjórnendur í Mosó ákváðu í vor!!! árið 2007!! að frá og með núna yrðu að vera belti í skólabílum.

ps. Sveinn, veistu hvort Fordinn, sem fór í gilið fyrir austan, var bremsulaus?

Birgir Þór Bragason, 7.11.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband