Lýðræðisástin á Álftanesi. Hún klikkar varla!

Umfjöllun fjölmiðla að undanförnu um málefni stjórnsýslunnar á Álftanesi og nú síðast grein sem ég fékk birta í Morgunblaðinu virðist hafa hreyft við mörgum íbúum Álftaness.  Alla vega er ég búinn að fá ófá samtölin, ábendingar og tölvupósta vegna geinarinnar, fjölmiðlar hafa haft samband og Stöð 2 var með fyrstu umfjöllun um málið í gærkvöldi.

Það verður mér æ betur ljósar að mikil ónægja kraumar undir niðri með stjórnsýslu bæjarstjórans á Álftanesi og gassa-ganginn á að kýla miðbæjarskipulagið í gegn á ógnarhraða og helst nýju íslandsmeti, hver veit.   Fram að þessu hefur hann ekki kannast við neina óánægjuraddir og sagt gleiðbrosandi allt vera í himmnalagi.  Hvað hann hefur haft fyrir sér í því veit ég ekki.  Kannski hann geti bent á einhverjar kannanir eða kannski kosningar máli sínu til stuðnings.  Það var fyrst í gær að örlaði á skilningi eitt augnablik í fréttaviðtali Stöðvar 2 en hann afgreiddi það síðan sem einhverja fýlu tapara siðustu sveitarstjórnarkosninga.

Ég vil og get ekki tekið svo stórt upp í mig að segja að almenn óánægja eða almenn ánægja sé með miðbæjarskipulagið eða stjórnarhætti bæjarstjórans.  Hitt er alveg á hreinu að margir eru óánægðir og aðrir mjög óánægðir og það eru ekki bara einhverjir sárir sjálfstæðismenn.  Aldeilis ekki því sumir af þeim sem glöptust á að skrifa undir kröfu Álftaneshreyfingarinnar og Betri byggðar um íbúakosningar og kusu síðan Álftaneshreyfinguna eru jafn hissa, svekktir og sárir með hvernig loforð bæjarstjórans og fylgifiska hafa þróast í andhverfu sína.  Telja því sig hafa verið plataða upp úr skónum svo ekki sé nú fastar að orðið kveðið.  

Ég hvatti í grein minni fulltrúa Álftaneshreyfingarinnar til að sýna nú lýðræðisást sína í verki og efna til íbúakosninga um þær tillögur sem fyrir liggja.  Ekki var hún lítil þessi ást þeirra á lýðræðinu fyrir kosningarnar.  Þá stóð efst á blaði að setja skyldi reglur um íbúakosningar.  "Látum íbúana kjósa um ásýnd miðsvæðisins" klifuðu þeir fyrir kosningar.  Hvað hefur breyst.  Er lýðræði eitthvað sem tekið er ofan af hillu á tyllidögum eða á það að vera lifandi og virkt.

Hlutirnir gerast hratt þessa dagana og því geri ég þessi orð eins frambjóðanda Álftaneshreyfingarinnar fyrir síðustu kosningar að mínum:  

"...Við skulum átta okkur á því, Álftnesingar góðir, að eftir nokkrar vikur er hætt við að þetta skipulag verði orðið að veruleika. Byrjað verði að grafa og steypa og við sitjum uppi með umhverfisslys hér á fallega nesinu okkar. Tökum höndum saman, látum í okkur heyra ..."Miðbæjarmúrinn" má ekki verða að veruleika!" 

Kannski þetta eigi við í dag líka.  Dæmi hver fyrir sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Mjög gott innlegg og mikilvægt í þá umræðu sem er. Manni finnst eins og það kraumi undir niðri. Annað.  Það er mjög althyglisvert að spjallið á vef www.alftanes.is sendi áður alltaf út tölvupóst þegar ný grein kom á spjallið, til þeirra sem voru skráðir á vefnum.  Ætli þetta henti ekki Á listanum ? Ekki er þetta í anda lýðræðislegra vinnubragða og opinnar stjórnsýslu!

Gísli Gíslason, 23.10.2007 kl. 10:41

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Án þess að ég taki undir neinar samsæriskenningar er öllum morgunljóst að umræðan að undanförnu hefur verið óþægileg fyrir Á-listann.  En ætli svörin verði ekki eins og venjulega, skæklatog og útúrsnúningar.

Um að gera að hvetja alla til virkrar þátttöku í umræðunni. þ.m.t. á www.alftanes.is

Sveinn Ingi Lýðsson, 23.10.2007 kl. 10:49

3 Smámynd: Gísli Gíslason

já  kannski er eðlileg skýring á þessu. En í ljósi háttstefndra yfirlýsinga Á lista um opna stjórnsýslu, þá er undarlegt að svona hlutum sé ekki hladið í lagi.  Svona spjallvefur er mikilvægt tól fyrir  íbúa  að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og þá er mikilvægt að þeir sem hafa skráð sig fái tölvupóst tilkynningar, eins og þau vilja með skráningunni.

Ég tek undir með þér að sem flestir taki þátt í umræðunni.

Gísli Gíslason, 23.10.2007 kl. 12:16

4 Smámynd: Gissur Pálsson

Ég skora á þá sem skrifuðu undir mótmælin á sínum tíma að bæta nú fyrir glópskuna og safna sjálf saman undirskriftum og mótmæla áformum Álftaneshreyfingarinnar. Helst að nöfnin séu þau sömu og í síðustu mótmælum. Textinn sem skrifað er undir má vera samhljóma þeim sem notaður var síðast.

Gissur Pálsson, 23.10.2007 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband