Álftnesingar vaknið! Hvað er búið að gera við verðlaunatillöguna um skipulag miðsvæðisins?

Í sveitartjórnarkosningum 2006 var hart tekist á um skipulagsmál svokallaðs miðsvæðis á Álftanesi.  Þar var samþykkt skipulagstillaga rökkuð niður af andstæðingum D-listans og sögð mótast fyrst og fremst af hagsmunum lóðabraskara og verktaka, talað var um "massíva háhýsabyggð" og annað í þeim dúr.  Skipulagið átti að vera nánast mannfjandsamlegt.  Þetta fólk talaði fjálglega um íbúalýðræði, vistvæna lágreista byggð sem ætti að hæfa hinu náttúruvæna Álftanesi.  Lofað var arkitektasamkeppni þar sem "raddir íbúa" fengju að njóta sín og lýðræðisástin yrði í hávegum höfð við meðferð málsins.  Grimmúðleg ófrægingarherferð var sett í gang og bæjarstjóri og bæjarstjórn rökkuð niður þar sem nánast öll þeirra hegðun og gerðir voru gerð tortryggileg eins og frekast var kostur.

D-listinn lagði málið undir í kosningum og tapaði.  Svo einfalt var það nú.  Nýjir valdhafar settust í stólana og ný skyldi efna loforðin.  Vissulega var samkeppni sett af stað um miðsvæðið.  Margar áhugaverðar tillögur bárust en það var samdóma niðurstaða dómnefndar að tillaga Gassa arkitekta væri best.   Í framhaldi af því voru þeir fengnir til að útfæra tillögur sínar nánar.

Nú beið ég spenntur eftir íbúalýðræðinu.  Alltaf verið spenntur fyrir svoleiðis.  Sérstaklega þegar gamlir kommar tala þannig.  Einhver bið hefur nú orðið á þessu lýðræði.  Kynningin hefur verið afskaplega einhliða og í algjöru skötulíki.  Bæklingar bornir til fólks þar sem kort og myndir voru svo ógreinilega að vart var hægt greina þar hismi frá kjarna.  Einn kynningarfundur var haldinn í september sem var þess eðlis að hann vakti upp fleiri spurningar en hann svaraði.   Ekki hefur verið hægt að sjá nein merki um svokallaða lýðræðisást valdhafanna og ekki var einu sinni haft fyrir því að leggja málið í vinnuferli hjá byggingar og skipulagsnefnd fyrr en 4. okt. s.l.

Á morgun er boðaður fundur nefndarinnar þar sem á að afgreiða málið úr nefndinni og síðar um daginn kl. 17:30 er boðað til fundar bæjarstjórnar þar sem á að afgreiða tillöguna.  Þegar tillagan er skoðuð kemur í ljós og stórfelldar breytingar hafa verið gerðar á verðlaunatillögunni.  Nú á að loka Breiðumýri að sunnanverðu þannig að stærstur hluti umferðar inn og út af svæðinu fer um Skólaveginn.  Þar er hann lagður um baklóðir íbúa við Suðurtún sem að auki þurfa að taka bensínstöð upp að húsveggnum.  Austur og suðurlóðir við Suðurtún hafa þótt einstaklega eftirsóknarverðar vegna einstaks óskerts útsýnis til Bessastaða,nágrannasveitarfélaganna og fjallahringurinn í austri blasir við.  Nú á að eyðileggja þetta með "massífum" blokkabyggingum meðfram Norðurnesveginu og til að bæta gráu ofan á svart eru þær skásettar þannig að útsýnið verður alveg tekið.  Í þessari tillögu er aldeilis ekki minni "háhýsa"byggð en í þeirri fyrri.  Þvert á móti auk þessa hryllilega náttúruhúss sem áætlað er að byggja gengt Bessastöðum.  

Ef þessu fólki var einhver alvara með fjasi sínu um samráð og íbúalýðræði af hverju er þá ekki íbúunum treystandi til að taka ákvörðum um skipulagstillögurnar.  Þá sem er í gildi og þá sem ætlunin er að samþykkja á morgun. 

Ég skora á ykkur, ráðandi meirihluta að standa ykkar plikt í því efni.  Þið getið ekki  hagað ykkur eins og nashyrningur í glervörubúð.   Kannski þið séuð farin að átta ykkur á að þið munuð ekki eiga neitt framhaldslíf sem valdhafar eftir næstu kosningar.  Ef svo er þá skýrir það margt.

Ég hvet fólk til að láta í sér heyra og láta ekki hvað sem er yfir sig ganga.  T.d. mætti mæta á bæjarstjórnarfundinn á morgun, 11. okt.  Hann byrjar kl. 17:30 í hátíðasal íþróttamiðstöðvarinnar. 

 P.S.  Rétt að vekja athygli á ansi beittum athugasemdum og upprifjunum á loforðum fyrir kosningarnar 2006.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

ég virðist sleppa við þessa byggð..er hér á norðurnesinu.Ég mun fylgjast með þessu þó ég sé nýbúi hérna.

Ragnheiður , 10.10.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband