Eru við sjálfbjarga til að bjarga stórskipum

Alltaf er ástæða til að gleðjast þegar svona vandræði enda vel og báturinn kominn í öruggt tog hjá björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni.  Þarna hafði getað farið ver og enn og aftur eru björgunarskip Landsbjargar að sanna gildi sitt.

Hitt veldur mér ónotum að vita af stórum skipum sem nú eru farin að sigla vestur fyrir landið og við eigum engin björgunartæki til að bregðast við ef illa fer.  Varðskipin lítil og úrelt og þó svo að nýtt varðskip kæmi til ræður það engan veginn við stóru olíuskipin sem koma úr Barentshafinu.  Erum við tilbúin að horfa upp á slíka skaða án þess að fá rönd við reist?

Með auknum siglingum um sundið milli Íslands og Grænlands er okkur algjör nauðsyn að huga að því að eignast björgunarskip sem gæti tekið svona stórskip í tog. 


mbl.is Gunnar Friðriksson kominn að báti sem bilaði í Jökulfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi ábending er allrar athygli verð. Ekki hef ég þó trú á að hún nái mikilli athygli. Við Íslendingar höfum tamið okkur að miða á gróðavegina, setja síðan í botn og klára dæmið. Allar vangaveltur um faglegan undirbúning flokkast undir úrtölur og svartagallsraus. Den tid, den sorg.

Árni Gunnarsson, 28.9.2007 kl. 00:10

2 identicon

Það er engin spurning að við þurfum að eignast fleiri varðskip. Það nýja sem á að koma 2009, minnir mig, á að hafa 100 tonna dráttargetu og er öflugra en tilsvarandi skip sem Norðmenn eru að taka í notkun.

Svona gripir kosta töluvert minna en höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og eru heldur betur nytsamlegri og betur útlítandi. 

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband