Miðvikudagur, 19. september 2007
Sprautufíklar hertaka almenningsklósettin
Ljótt ef satt er. Það er löngu þekkt staðreynd að fíklar nota sömu áhöld við neysluna þar með talin áhöld eins og sprautur og nálar. Fyrir nokkru síðan kom ég á fjölsótta bensínstöð að kvöldlagi, tankaði eldsneyti á bílinn. Við það sóðaði ég mig út þannig að ég gekk inn á karlasalernið til að þvo mér.
Þá blasti við mér blóðför á vaski, klósettskál og veggjum auk þess sem blóðugar servíettur voru í ruslafötunni. Undir vaskinum, á gólfinu lá einnota sprauta með nál. Allt blóðugt. Þetta var ekki geðslegt og vakti ég athygli starfsmanns á þessu. Hann kvaðst vita af þessu og vera að fara þrífa viðbjóðinn upp. Þarna hafði ungt par farið inn og verið mjög lengi inni. Hann sagði þetta sífellt vera algengara að sprautufíklar fengju afdrep á almenningsalernum til að sprauta sig.
Á mörgum stöðum er farið að nota blá flúorljós sem virka þannig að fíklarnir eiga erfitt um vik að finna æðar til að dæla eitrinu í. Þessi ágæti "bíldælingur" sagði starfsfólkið vera löngu búið að biðja um slík ljós á salernin. Ótrúlega algengt væri að sprautur og nálar finndust í ruslinu á klósettum og útiruslafötum. Starfsfólkið reyndi því að sýna sérstaka varúð við hreinsun ruslaíláta.
Ekki þarf að hafa mörg orð um þá hættu sem saklausu fólki getur stafað af slíkum hlutum. Alls kyns sjúkdómar berast með blóðsmiti, t.d. HIV og lifrarbólga svo eitthvað sé nefnt.
Svona eru nú veruleiki Íslands í dag!
Óttast að HIV-hópsýking sé í uppsiglingu meðal fíkniefnaneytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Slæmt mál. En kemur þetta einhverjum á óvart?
Þetta fólk á yfir höfuð hvergi heima.
Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 22:50
Þetta meðflúorljós eru öflug.
Heidi Strand, 19.9.2007 kl. 22:59
Flúorljós eru öflug. það var svoleiðis ljós á snyrtingunni á bókasafninu í Óðinsvéum. Ljósið var blátt og mjög óþægilegt. Ég vil vara mígrenisjúklinga við að vera í svona ljósum. Það þarf að vara viðkvæmt fólk við.
Á þessu bókasafni var snyrtingin læst og lyklar fengust afhentir í afgreiðslunni. Þá gat starfsfólk fylgst svolítið með umgangi þar.
Heidi Strand, 19.9.2007 kl. 23:00
Já þetta er vondur veruleiki, þekki þennan heim af eigin raun er sjálf óvirkur fíkill-sprautufíkill og þekki tvær manneskjur með þennan hræðilega sjúkdóm.
Það er staðreynd að fíklar nota almenningklósett til að athafa sig sorglegt en satt og hjálpa bláu flúor-ljósin til að gera fíklum erfiðara um vik.
Ég er svo lánsöm að sleppa við smit, ég þakka Guði fyrir það því þrátt fyrir að ég hafi reynt að passa mig eins og ég gat hverju sinni, var ég oft í svo annarlegu ástandi að ég hafði raunar ekkert vit fyrir mér, svo Guðs náð var yfir mér núna.
Takk fyrir vekja athygli á þessu það er virkilega nauðsynlegt að ræða þessi mál mun meira.
Það sorglega er að apótekin eru þrátt fyrir þetta að hækka verð á sprautum og nálum sem gerir fíklum einungis erfiðara fyrir að kaupa sér hrein áhöld, ´það þyrfti að gera þetta mun aðgengilegra því nú er bara hægt að fá þetta í apótekum og þau loka á miðnætti og oft verða fíklar uppiskroppa á næturnar!
Benna, 20.9.2007 kl. 00:01
Ég vann í tæplega ár á bókasafni hérna á höfuðborgarsvæðinu og þar eru blá ljós á klósettunum þar sem að tiltekið bókasafn er víst þekkt hjá lögreglunni sem skipti staður á dópi. Þar er hægt að lifta upp loftplötum til að komast að rafmagninu og fara skiptin þannig fram að dópið er sett upp fyrir loftplötuna og platan sett á sinn stað, svo kemur kaupandinn tekur dópið og setur pening í staðinn.
Ég man einu sinni eftir því að hafa komið inn á klósettið þar sem að voru blóðug bréf og sprauta þrátt fyrir ljósin en svo er aftur spurning hvort að viðkomandi hafi tekist að sprauta sig almennilega en hún var allavega andskoti nógu lengi inni á klósettinu...við vorum búin að banka oft þegar hún kom út....
Hjördís Ásta, 20.9.2007 kl. 00:04
Það þarf að taka þessa umræðu um eiturlyf, sölu og neyslu. Það er ef til vill tímabært að hefja máls á þessu hér á blogginu.
Þórbergur Torfason, 20.9.2007 kl. 01:13
Já það er alveg hægt að sprauta sig þar sem blá ljós eru, þau gera það mikið erfiðari, ég hef reyndar lítið notað almenningklósett í minni neyslu þar sem ég lokaði mig mest af heima hjá mér eða öðrum fíklum, en þeir fíklar sem eru á götunni nota klósettin mikið.
Annars eins og ég sagði þá ætti aðgengi að nálum og sprautum að vera aðgengilegra.
En ég er sem betur fer edrú í dag og vona að Guð gefi að ég fái að vera það áfram sem ég veit að verður ef ég vinn mína vinnu rétt.
Benna, 20.9.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.