Fjölmiðladrama í Hnífsdal

Fyrir rúmum mánuði gengu deilur milli hjóna í Hnífsdal á það stig að eiginmaðurinn greip til þess óyndisúrræðis að ógna konu sinni með haglabyssu.  Það sem ljóst virðist vera í málinu að skot var í hlaupi, skotinu var skotið þannig að sást á konunni.  Sérsveit lögreglu var kölluð til sem náði að yfirbuga manninn sem mun hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan. 

Þetta er allt ósköp sorglegt og ég haf alltaf samúð með fólki sem komist hefur eða komið hefur verið í aðstæður sem þessar.  Það sem hins vegar vekur athygli mína er það fjölmiðladrama sem verið hefur í kringum málið. 

Það er nú einfaldlega þannig að á hverjum einasta degi eru konur (oftast) beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu maka sinna.  Fjölmiðlar virðast ekki hafa sama áhuga á manninum sem höfuðkúpubraut eiginkonuna með borðfæti auk handleggsbrots og fleiri áverka.  Sá eina smá klausu um þetta á innsíðu Fréttablaðsins. 

Getur verið að fréttamat fjölmiðla sé eitthvað brenglað án þess að ég sé að bera í bætifláka fyrir ölóðan byssumanninn í Hnífsdal.

Er byssan áhugaverðari en borðfóturinn?

 


mbl.is „Ég sá blossa nálægt vanganum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Blóðþyrstur skríllinn kallaði á Barbaras...Mannskepnunni gengur illa að leyna upprunanum...Þeir kristnu skemmtu múgnum í gini ljónanna...Svo mætti lengi telja...Enn ein sönnunin um eðli mannapans.

Lárus Gabríel Guðmundsson, 13.7.2007 kl. 03:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband