Miðvikudagur, 11. júlí 2007
Klukkun tekin
Það fór þá svo að maður yrði gripinn og klukkaður. Benedikt sem ybbir gogg bera alla ábyrgð á því.
1. Ég er veiðimaður og hef alltaf horft á flesta hluti með augum veiðimannsins.
2. Skelfilega vanafastur. Allir hlutir verða að vera á sínum stað (í óreiðunni)
3. Mér þykir gaman að segja sögur
4. Fæ stundum skelfileg letiköst og samviskubit í kjölfarið
5. Les allt sem að kjafti kemur, skáldskap, þjóðlegan fróðleik, og síðast en ekki síst fuglabækur.
6. Einhverjar bestu stundir mínar eru í faðmi fjölskyldunnar á sólríkum sumardegi við glóandi grill.
7. Á það til að nöldra út af einhverju sem skiptir mig svo sem engu máli.
8. Ferðalög eru mér að skapi, nánast ástríða. Hlakka ætíð til ferðalaga, nýt þeirra og finnst alltaf gott að koma heim.
9. Bloggið er frábært. Get komið skoðunum mínum á framfæri þar.
10. Finnst flestur matur góður og þá helst mikið af honum. Samt er ég lítið fyrir P-mat (pizzur, pylsur, pasta og pítur).
11. Þykir vænna um hunda en ketti.
Svo klukka ég: Lindu Ósk, Ómar Ragnarsson, Óttar Guðlaugsson og Pálma Gunnarsson.
Góða skemmtun!
Athugasemdir
Kæri vinur, takk fyrir yndislega sendingu, ég tek þessu með bros á vör og svar um hæl
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.