Í vasa kaupmanna fannst áður glötuð skattalækkun.

Athyglisverð vöruverðskönnun hjá ASÍ.  Þarna kemur það í ljós sem margir óttuðust.  Lækkun virðisaukaskattsins sem átti að koma neytendum til góða lendir öll í vasa kaupmanna eða svo virðist vera.   Enda var við öðru að búast?  Virðisaukaskattkerfið er orðið gapandi götótt, þriggja þrepa, með óteljandi undanþágum.   Það ætti að vera augljós hagur almennings og atvinnulífsins að skattkerfið sé einfalt og skilvirkt. 

Einfaldast væri að vera með eitt skattþrep í virðisaukaskatti og engar undanþágur til að svindla á.  Lækka mætti skattinn með slíkri einföldun, kannski niður í 12 - 14%.  Það myndi minnka verulega hættuna á undanskotum og einfalda skatteftirlit.

Slíkt mætti einnig hugsa sér með tekjuskattinn.  Einn flatan skatt 15 - 20% með persónuafslætti sem beintengdur yrði með lánskjaravísitölu.  Engar undanþágur.  Byggja yrði á sértækum aðgerðum varðandi þá sem sem minna mega sín, þ.e. koma á endurgreiðslukerfi.  Hætt yrði að lítillækka fólk með því að kalla slíkar greiðslur bætur heldur nefna þær einfaldlega tekjur.

Við erum komin í ógöngur með skattkerfið, flestir þeir tekjuhæstu greiða sáralítið til samfélagsins og þeir sem eingöngu greiða fjármagnstekjuskatt lifa eins og ómagar á sveitarfélögunum, þiggja alla þeirra þjónustu en greiða ekkert til þeirra.

Þetta verður að taka til gagngerrar endurskoðunar.

Ekki seinna en strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Klukk

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 09:22

2 identicon

Það er sama hvernig skattkerfinu er breytt, allar skattalækkanir lenda í vösum kaupmanna, þeir stela þessu frá neytendum líkt og þeir stela gengishagnaðinum sem ætti að koma neytendum til góða.  Þeir eru hinsvegar ekki lengi að hækka hjá sér vöruverð þegar krónan veikist á ný.

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 11:48

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Smmála þér.

Benedikt Halldórsson, 11.7.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband