Hvenær er nauðgun nauðgun?

Margir hafa sagt sína skoðun á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meintu nauðgunarmáli sem kveðinn var upp í síðustu viku.  Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fjalla frekar um þennan dóm.  Hann er hins vegar ofarlega í huga mér og nú í kvöld sá ég þau Sif Konráðsdóttur og Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmenn takast á um þetta mál í Kastljósi Sjónvarpsins.

Í mínum huga eru þær forsendur sem dómurinn leggur einhver furðulegasta röksemdafærsla sem ég hef séð í nýlegum dómum.  Það er því rökrétt að niðurstaðan sé í samræmi við forsendurnar.  

Ég ætla ekki að rekja söguna hér en að halda því fram að ekki hafi verið beitt ofbeldi þegar málsaðilar eru sammála um að stúlkunni hafi verið ýtt inn á klósettið, ýtt síðan niður á gólf og klefanum læst að innan.  Stúlkan kemur síðan út af klóettinum með áverka sem dómnum er ljóst að hún hafi hlotið vegna kynferðisofbeldis.  Nei, að ofbeldi var að mati dómsins var það ekki ofbeldi samkvæmt dómvenju á 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga.

Í skilningi alls þorra fólks hefur fólk verið beitt ofbeldi þegar það gengur skrámað, marið og blóðugt af vettvangi.  Að túlka það á annan hátt hlýtur að mínum skilningi að vera hreinn og klár orðhengilsháttur.

Hvenær er nauðgun nauðgun?

Það er spurningin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Amen við þessu. Ég hef skrifað af mér puttana um þetta mál hér á Moggablogginu og ætla ekki að gefast upp fyrr en ég hef sannfært alla sem ég get mögulega sannfært um þá staðreynd að þessi dómur var ömurlegt áfall fyrir íslenskt réttarkerfi og réttlæti. Ég hef rannsakað dóminn í þaula, og eftir því sem maður skoðar hann meira, þeim mun fráleitari virðist hann vera.

Þarfagreinir, 9.7.2007 kl. 23:49

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sammála ykkur báðum.  Var að blogga um þetta sjálf.  Ég er æfareið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 01:34

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég vona svo sannarlega að dómnum verði áfrýjað.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.7.2007 kl. 11:11

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Ef honum verður ekki áfrýjað þá er eitthvað bogið við þetta mál, og ef honum verður ekki áfrýjað þá er það alveg pottþétt alveg eins og 2 + 2 eru 4 að það er búið að hóta henni einhverju frá geranda og það má ekki ske !

Sævar Einarsson, 10.7.2007 kl. 13:49

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Nú er það þannig að saksóknari fer með forræði málsins og það er hans ákveða hvort málinu verður áfrýjað eður ei.  Ég held að álitamáli sem þessu verði áfrýjað.  Það eru ríkir réttarhagsmunir að Hæstiréttur taki afstöðu til þessarar "röksemdafærslu".

Sveinn Ingi Lýðsson, 10.7.2007 kl. 13:52

6 identicon

Svona dómar fær ekki fólk til að fá tiltrú á réttarkerfinu eða dómstólum landsins almennt.  Stúlkan var þar að auki ósjálfbjarga vegna ölvunar og fraus þegar ráðist var á hana.  Ef þetta er ekki nauðgun, hvað er þá nauðgun??   Með svona réttarkerfi óttast ég sjálftöku fólksins sem verður fyrir ofbeldi.  Vilja ráðamenn sjálftöku fólksins svona málum = þar sem lögin enda, taka borgararnir málin í sínar hendur.

Örlygur N. Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 16:23

7 Smámynd: Þarfagreinir

Auðvitað er allt kynlíf án nokkurs samþykkis nauðgun, þó samþykki geti tekið á sig ýmsar myndir, auðvitað. Þjóðirnar í kringum okkur gera sér fulla grein fyrir þeirri staðreynd, en þessi dómur sannar að við Íslendingar erum langt á eftir. Hinn ákærði í málinu hafði nefnilega ekkert samþykki yfir höfuð, né hafði hann nokkuð fyrir því að gæta að því hvort hann hefði samþykki. Hins vegar er í dómnum það talið stelpunni til lasts að hún hafi ekki gert honum nægilega vel grein fyrir því að hún væri ekki samþykk. Það er sumsé á ábyrgð fórnarlambsins að hafa vit fyrir gerandanum, samkvæmt íslensku réttarkerfi.

Langar að birta í þessu samhengi kafla úr bresku lögunum um kynferðisbrot, sem ég rakst á áðan:

4    Causing a person to engage in sexual activity without consent

      (1) A person (A) commits an offence if-

  
    (a) he intentionally causes another person (B) to engage in an activity,
 
    (b) the activity is sexual,
 
    (c) B does not consent to engaging in the activity, and
 
    (d) A does not reasonably believe that B consents.

(2) Whether a belief is reasonable is to be determined having regard to all the circumstances, including any steps A has taken to ascertain whether B consents.

Þarfagreinir, 10.7.2007 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband