Kolefnisjöfnunardellan

Eitthvert snjallasta auglýsingatrikk seinni tíma eru allar þær bábiljur og bull sem haldið er að almenningi og varða svokölluð gróðurhúsaáhrif (global warming).  Nýjasta dellan er svokölluð kolefnisjöfnun.   Þar er fólki talin trú um að nægilegt sé að gróðursetja svo og svo mörg tré á einhverjum óskilgreinum stað og það dugi til að gleypa allt CO2 sem heimilisbíllinn framleiðir.  Það er ekki á fólk logið.  Það kaupir allt.  Já ég meina allt, bara ef því er pakkað í nógu fallegar umbúðir og gæti hugsanlega höfðað til samvisku þess.

Væri ekki nær að sleppa kolefnisjöfnun af stóra ameríska trukknum og velja eitthvað umhverfisvænna sem gerir nákvæmlega sama gagn.  Af hverju er fólki ekki gert auðveldara að nota reiðhjól sem samgöngutæki?  Af hverju er fólki ekki gert auðveldara að kaupa litla dísilbíla?  Af hverju eru almenningssamgöngur ekki gerðar að raunhæfum valkosti svo einhver dæmi séu nefnd.

Það eru svo ótalmargir hlutir sem við getum gert til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.  Kolefnisjöfnunin er öllu líkara sölu aflátsbréfa páfagarðs hér á öldum áður.  

Meira síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mummi Guð

Vá hvað ég er sammála þér. Síðan finnst mér frábært að Hekla kalli bílana sem þeir selja "græna bíla", þvílík hræsni. Eins og bílarnir séu eitthvað umhverfisvænni vegna þess að þeir eru "kolefnisjafnaðir" fyrsta árið. Hekla segist borga kolefnisjöfnunina, en ætli þeir borgi hana á endanum, ég held ekki.

Mummi Guð, 3.7.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Afsakið en eftir eitt ár, drepast þá öll tré sem Hekla gróðursetti ? og það er búið að banna Heklu að nota orðið "grænn bíll" í þeirra auglýsingum. Mér finnst það bara hið besta mál að einhver hafi tekið af skarið og farið að auglýsa kolefnisjöfnun og margt smátt gerir eitt stórt. Íslendingar eru og verða alltaf Íslendingar og þú breitir þeim ekki í hjólreiðafólk, alveg sama hvað er auglýst og þó svo þeir fengju gefins glæný reiðhjól þá færu þau oní geymslu, hinsvegar geta þeir látið gott af sér leiða ef þeir velja bílaumboð sem styrkja skógrækt, vonandi taka öll fyrirtæki upp á þessu. Annars langar mig í díselbíl, finnst alltaf svo skemmtilegt hljóðið í þeim og mér finnst ríkið eiga að koma til móts við þessa grænu stefnu og lækka tolla á þá.

Sævar Einarsson, 4.7.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Sævarinn:  Ég er að gagnrýna sýndarmennsku og upphaf nýrrar skattheimtu, þ.e. kolefnisjöfnunargjald, sem verður komið á alla bíla áður en við gætum svo mikið sem snúið okkur við.  Þarna er verið að búa til gjald á neytendur, ætlað til friðþægingar og til að reka einhvert batterí (Kolvið ehf) sem verður komið á hlutabréfamarkað innan skamms.  Ef við ætlum okkur að vera sönn í umhverfismálum þá myndum við í fyrsta lagi minnka útblástur og í öðru lagi myndum við gróðursetja kolefnisjöfnunartréin okkar á þeim stöðum hnattkringlunnar þar sem vaxtarhraði þeirra væri nægilegur til alvöru kolefnisbindingar.

Sveinn Ingi Lýðsson, 4.7.2007 kl. 08:19

4 identicon

Sæll, Sveinn Ingi og aðrir skrifarar !

Mjög þörf grein, og skilvís. Þetta er einmitt mergurinn málsins; undir enn einu yfirskininu skal krumla hins opinbera seilazt; niður í hálftóma vasa bíleigenda. 

Manstu, Sveinn Ingi; hin mjög svo tímabundnu Bifreiðagjöld; sem þeir félagar, Jón Baldvin Hannibalsson og Þorsteinn Pálsson komu á; 1988/1989; minnir mig, enn erum við rukkuð, um þessi andskotans gjöld; 2007. Áttu þau ekki að vera, til 1 árs eða 1 1/2 ? 

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason     

  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.7.2007 kl. 12:18

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Mig minnir að það hafi verið mun fyrr sem bifreiðargjöld voru sett á eða í kringum 1977 og voru ætluð til að klára hringveginn og byggja upp samgöngumannvirki, það er nú svoldið langt síðan hringnum var lokað ... og samgöngumannvirki ? jújú göng í gegnum fjöll útá landi sem þjóna fáum, en ekki í t.d. akstursgerði, þjálfunarbrautir, spyrnubrautir, kappakstursbrautir svo fátt eitt sé nefnt. Ekki misskilja mig samt þegar ég segi göng sem þjóna fáum, ég fagna því að það séu reist göng en ég vill að allir landsmenn fá jafnt af kökunni. Ég hef ekki séð einn einasta mótmæla byggingu sundhallar, fótboltavallar, hestahöll, gólfvelli og svo framvegis, en þegar fólk með áhuga á mótorsporti vill fá sitt svæði þá segja margir að það sé frekja í þeim og þeir skulu bara fara eftir reglum og aka hægar. Ég sé fyrir mér gólfara pútta á hringtorgi vegna aðstöðuleysis eða fótboltafólk sparka bolta við hliðina á miklubraut, það þarf þess ekki því það hefur aðstöðu, aksturáhugafólk ekki. Ég er kominn svoldið langt útaf sporinu með þessa umræðu en langaði bara að deila þessu með ykkur, minni svo á http://easy.is

Sævar Einarsson, 4.7.2007 kl. 13:34

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta var 1974, sjá betur á http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=95&mnr=6

Sævar Einarsson, 4.7.2007 kl. 15:17

7 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Löngu tímabær athugasemd um kolvið og aflátsbréfin.

Sigurður Ásbjörnsson, 4.7.2007 kl. 17:31

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er skatta- og miðstýringarárátta og í leiðinni á að mynda enn eina spekúlasjónabóluna til að hjálpa til við að þjóna peninga (skulda)framleiðslunni - langmikilvægustu atvinnustarfsemi á vesturlöndum. 

Baldur Fjölnisson, 4.7.2007 kl. 21:00

9 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Það er allt fundið upp til að friða samvisku fólks... Best þykir mér auglýsingin frá Flugleiðum: og NÚ geturðu kolefnisjafnað flugferðina þína!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 4.7.2007 kl. 21:15

10 Smámynd: Viðar Eggertsson

Heyr! Heyr! Góður pistill og þarfur.

Viðar Eggertsson, 4.7.2007 kl. 23:21

11 Smámynd: Hallgrímur P Helgason

Og bullið heldur áfram. Trjárækt á Íslandi hefur væntanlega lítið að segja hvað varðar koltvísýringsupptöku á heimsvísu. Þegar laufin falla á haustin eftir stutt sumar rotna þau og auka á koltvísýringsmengunina og á endanum deyr trjásofninn líka og mengar á sama hátt. Þeir sem það vilja ( sem eru mjög fáir) vita er að næstum öll ljóstillífunin fer fram í höfum heimsins, en það vita líklega fæstir hvað það er. Áfram með bullið!!!!!

Hallgrímur P Helgason, 7.7.2007 kl. 01:57

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sorgleg auglýsingamennska og með hreinum ólíkindum að þetta bévítans kjaftæði skuli fá að óma á öldum ljósvakans dag eftir dag. Sýnir svo ekki verður um villst að auglýsingabransinn gengur meir og meir út frá því sem vísu að neytendur séu ekki bara fífl, heldur alger fífl. Álíka vitlaust og þegar bílaumboð auglýsa að húsakynni þeirra séu "öruggur staður að vera á" árum saman. Ömurleg della. 

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2007 kl. 03:12

13 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já og góður pistill og þarfur hjá þér Sveinn, eins og margir sem þú hefur áður sett fram. Áfram með smjörið.

Halldór Egill Guðnason, 7.7.2007 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband