Vafasamir hitaveitumenn og harmonikuleikarar

Í kvöld var dyrabjöllunni hringt og fyrir dyrum stóð kona með skrifspjald í hendi og sagðist vera frá Hitaveitu Suðurnesja.  Hana langaði til að lesa af orkumæli.  Allt hið besta mál og ég í grandaleysi mínu hleypti henni inn í bílskúr þar sem mælirinn er.  Á leið út úr skúrnum fékk ég smá bakþanka og spurði hana um skilríki.  Hún sagðist engin slík hafa og ekkert sem sannaði hver hún væri annað en peysu sem merkt var logoi fyrirtækisins.  

Það er eitthvað mikið að öryggismálum hjá þessu fyrirtæki að sjá ekki starfsmönnum sínum fyrir skilríkjum þannig að þeir geti sagt á sér deili aðspurðir.  Það er vel þekkt aðferð misindismanna að þykjast vera frá síma eða veitufyrirtækjum og komast þannig inn á gafl hjá auðtrúa bjánum eins og mér.

Svo eru sumir að spila á harmoniku skilríkjalausir.  Sendi löggan þá ekki úr landi.  Eins gott að passa sitt. 

Ég ætla að setja hundinn á vakt í nótt....eða þannig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Rúmenarnir voru tónlistarmenn, hitaveitukonan er í bissness!

Það skýrir kannski af hverju þeir voru sendir burt en konan fær að fara sínu fram óáreitt!

Segir kannski eitthvað um mismunandi stöðu listamanna og bissnessmann í okkar þjóðfélagi...

Viðar Eggertsson, 8.5.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Maður er alltaf veikur fyrir konum sem vilja koma inn. Ég tala nú ekki um ef þær vilja fá að skoða mælinn.

Í Alvöru talað 

Ólafur Þór Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 10:11

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...ég vil að fjölmiðlar geri mál harmonikkuleikaranna verði að stórmáli, að ferill þeirra sé kannaður í bak og fyrir, hvar þeir lærðu á harmonikku og annað í þeim dúr...vissulega á maður að vera á varðbergi gagnvart júníformum, höðfusmaðurinn frá Köbernikk....

Benedikt Halldórsson, 9.5.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband