Sóknarfæri við Lækjartorg

Ömurlegt að horfa á hús brenna.  Samt dregur húseldurinn að sér áhorfendur.   Marga. Svo var einnig á miðvikudaginn þegar húsin á horni Austurstrætis og Lækjargötu brunnu.  Ég horfði líka með trega, trega vegna minninga sem tengjast þessum húsum, trega vegna þeirrar sögu sem í þeim hefur falist í meir en 200 ár.  Þegar frá leið áttaði ég mig á að ég hafði verið að horfa á söguna, söguna sem nú er að gerast og mun lifa áfram.  Söguna um húsin sem hýstu Jörund hundadagakonung, Trampe greifa og Gulla heitinn í Karnabæ.  Sú saga lifir.  Húsin ekki.

Gamli góði Villi var mættur á svæðið.  Í rauðum samfesting, með hjálm og öryggisgleraugu.  Framan við myndavélarnar var honum augljóslega brugðið.  Undir svona kringumstæðum eiga menn ekki að gefa neinar stórar yfirlýsingar.  Það er ekki skynsamlegt.  Láta daginn líða, nóttina, og hugsa málið betur á morgun.  Á morgun er kominn nýr dagur og það sem gerðist í gær er sagan.  Sagan sem ekker er öll og verður stöðugt til frá degi til dags.

Mig óaði við yfirlýsingu borgarstjórans.  Eldurinn speglaðist í augum hans þegar hann lýsti hátíðlega yfir að hér yrði strax byggt aftur.  Byggð aftur hús í sama stíl og helst með sama útliti.  Það er ekki sagan.  Sagan kennir okkur að allt er breytingum undirorpið.  Að ætla sér að frysta augnablikið í einhverri fortíðarfantasíu er hreint óráð.  Þarna á auðvitað að byggja aftur.  Sem allra fyrst en ekki að óathuguðu máli.

Mín tillaga er að halda samkeppni um uppbyggingu á þessu "besta" horni Reykjavíkur.  Það er líka hægt að byggja falleg hús 2007.  Ekki bara 1801. 

Að byggja hús í dag verður saga morgundagsins. 

Það er málið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála. Góð hugmynd.

Benedikt Halldórsson, 21.4.2007 kl. 15:55

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað ég er sammála þér!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.4.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Heirði þegar hann sagði hvað hann vildi og þótti flott þá. En þegar maður fór að hugsa þetta þá kom annað í ljós, verð bara að segja að ég er sammála þér Sveinn.

Ólafur Björn Ólafsson, 21.4.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég líka...

þetta horn væri hægt að gera mjög sérstakt. Als ekki að fá það gamla aftur þarna. þetta voru ekkert serlega flott hús anyway!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.5.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband