Endurreisn á Vestfjörðum - Vonandi

Ég verð að játa það hreinskilnislega að mér fannst ekki mikið til koma hugmynda um olíuhreinsun á Íslandi.  Allra síst á mínum ástkæru Vestfjörðum.  Nei, aldeilis ekki.  Nú er ég búinn að liggja yfir alls kyns upplýsingum sem góðvinur minn, Mr. Google, hefur veitt mér af rausnarskap sínum.

Eftir notadrjúgar samræður okkar félagana, Mr. Google, og mín hafa runnið á mig tvær grímur.  Er þetta kannski ekki svo vitlaust eftir allt.  Eftir því sem ég kemst næst mun þessi starfsemi ekki vera jafn illa mengandi, né hættuleg eins og ég taldi í fáfræði minni.  Allstaðar í nágrannalöndunum eru svona hreinsunarstöðvar, hafa starfað þar án vandræða eða mengunar annarar en sjónmengunar.  Þessar stöðvar eru svo sem ekkert augnayndi.

Ísland er allt í einu að komast í miðpunkt skipasiglinga norðurhafa og þar er staðreynd sem við breytum ekki.  Hins vegar eigum við að nýta þau sóknarfæri sem slíkar breytingar gefa okkur.  Þ.á.m. hugsanlega olíuhreinsistöð á Vestfjörðum, t.d. í Haukadalnum. 

Slíkt fyrirtæki gæti breytt miklu um búsetu og afkomumöguleika Vestfirðinga.

Vonandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til að ég þekki svolítið til í Haukadalnum. Þar eru sögustöðvar úr Gísla sögu og dalurinn fallegur enn það eru náttúrulega smámunir þótt olíuhreinsunarstöð sem fyllir dalinn valti yfir það allt.

Ég þekki einnig einn af landeigendunum þarna sem ekki er hrifinn af því að þetta 1,2 ferkílómetra bákn fylli dalinn, en auðvitað verður þetta tekið eignarnámi vegna brýnna almannahagsmuna.

Samkvæmt upplýsingum NSÍ mun útblástursmengun af þessari hreinsistöð nema einum þriðja af útblæstri á Íslandi 1990 en okkur munar að sjálfsögðu ekkert um slíkt smáræði. Áfram ál og olía !

Ómar Ragnarsson, 19.4.2007 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband