Mánudagur, 16. apríl 2007
N1 skandallinn eða hvað?
Frekar er nú hugmyndaauðgi þeirra markaðs- auglýsingamanna af skornum skammti þegar merki fyrirtækisins N4 er tekið og afbakað og klesst síðan á bensínstöðvar og bílapartasölur. Logoin eru svo sláandi lík að ekki verður framhjá vikist hjá að þeir geri rækilega grein fyrir tilurðinni.
Ef þarna á að vera með einhvern orðaleik þá er þetta algerlega misheppnað; enneinvitleysan, og dettur mönnum í hug að almenningur gleymi misgjörðum fyrirtækisins í garð hans.
Olíufélag í Danaveldi heitir Q8, hljóðlíkingin er þá kúeit, kuweit. Hér er að bara N1, enneinn skandallinn.
Sorrý!
N4 kannar réttarstöðu sína vegna nafns og firmamerkis N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður þó ekki sagt að nafnabreytingin hafi ekki fengið mikla athygli, snýst ekki auglýsingamennska um athygli? Getur ekki alveg eins verið að þeir sem sömdu N1 hafi verið meðvitaðir um að fólk myndi tala um einn eina bensínstöðina og fara í álíka orðaleiki?
Benedikt Halldórsson, 17.4.2007 kl. 00:21
Verð að segja að mér finnst þessi umræða kjánaleg. Það eina sem er líkt með þessum logoum er bæði fyrirtækin heita ja N og svo tölustafur. Varla hægt að kæra N1 fyrir það. Og já logoin eru hvít og á rauðum bakgrunni. Meiri segja mismunandi hvít.
Mér finnst að ef logoin séu svona sláandi lík getum við alveg eins farið að segja að Danski fáninn sé sláandi líkur þessum tveimur logoum. Nú jú hann er líka hvítur og rauður.
Bjánaleg umræða um nafnagift á bílaþjónustufyrirtæki.
Depill, 17.4.2007 kl. 01:10
Þeim að kenna að hafa svona einfalt nafn og merki til að byrja með.
Geiri (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.