Varalið lögreglu er gott mál

 

Það var skynsamleg og vel ígrunduð hugmynd sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra varpaði fram í síðustu viku um varalið lögreglu.  Sumir hafa túlkað þetta eins og andskotinn faðirvorið og kennt Birni að þarna séu enn og aftur uppvaknaðar hugmyndir hans um íslenskan her.

Ég hef ekki heyrt Björn tala um neinn her þó varaliði lögreglu verði komið formlega á fót.  Nú er það þannig að við alla meiriháttar viðburði sem upp hafa komið í samfélaginu hefur nokkurs konar varalið verið kallað út.  Hér á ég við björgunarsveitir landsins. 

Það hlýtur öllum hugsandi mönnum að vera það ljóst að okkar fámenna lögreglulið ræður einfaldlega ekki við s.s. stórar uppákomur og þar er skemmst að minnast Nato-fundarins 2002 og einnig þegar Falun Gong liðar skutu skáeygðum Kínaforseta skelk í bringu.  Björgunarsveitir hafa einnig hlaupið undir bagga á útisamkomum en þar hefur réttarstaða þeirra verið óljós gagnvart afskipti af borgurunum.

Mér virðist sem meining Björns sé að þetta varalið verði samsett úr björgunarsveitamönnum, slökkviliðsmönnum, landhelgisgæslu, starfsmönnum í öryggisþjónustu, tollvörðum en bæði innan og utan þessa hóps eru menntaðir lögreglumenn , sumir með mikla reynslu sem gætu tekið að sér leiðtogahlutverk í þessu liði.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur tekið þessum hugmyndum fagnandi og eftir að hafa kynnt mér þær tel ég þarna vera mjög gott mál á ferðinni.

Hugmyndina eins og Björn varpaði henni fram skil ég fyrst og fremst á þann veg að koma þessu sjálfboðaliðastarfi í ákveðinn farveg með markvissri þjálfun og kennslu auk þess að koma réttarstöðu þessara sjálfboðaliða í viðunandi horf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Ég er sammála, ég held að þetta sé rétt stefna. Mér virðist líka sem að þeir sem málið varðar, séu þessu sammála.

Ólafur Þór Gunnarsson, 2.4.2007 kl. 13:08

2 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Ósammála þessu Sveinn.  Held að Björn sé því miður að fara bakdyramegin í að koma upp vísi að íslenskum her, sem ég er algerlega ósammála. Her, leyniþjónusta, símahleranir og fleira í þeim dúr er það fyrsta sem manni kemur í hug þegar minnst er á Björn "Willis" Bjarnason.

Egill Rúnar Sigurðsson, 2.4.2007 kl. 17:15

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo andstyggileg að halda alveg blákalt að maðurinn sé enn með her á heilanum og þetta sé tilraun til að ná því marki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm afsakið of fljót að senda.  "ná því marki að stofna íslenskan her".

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 20:41

5 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Þetta hefur ekkert með her að gera hvað svo sem gerist inn í heilabúinu á BB.  Að bera saman lögreglu sem starfar eftir borgaralegum gildum eða her sýnir best á hvaða stigi þessi umræða er.

Þegar á hefur reynt hefur verið leitað til sjálfboðaliða um löggæsluaðstoð.  Þeir hafa ótrygga réttarstöðu, engar tryggingar og eru ólaunaðir með öllu.  Í þeim tilfellum sem greitt hefur verið fyrir aðstoð hefur greiðslan runnið beint til sveitanna. 

Nú þegar má segja að þetta varalið sé til staðar.  Það sem þarf að gera er að koma því inn í lagaramma, samræma og bæta menntun og geta greitt mönnum fyrir unnin störf.

Það er að koma að kosningum.  Ætli það skýri ekki upphlaup sumra stjórnmálamanna vegna þessa? 

Sveinn Ingi Lýðsson, 2.4.2007 kl. 21:10

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Já ég held að þú ættir að þekkja muninn þar sem þú hefur starfað sem lögreglumaður. Ég er annars allveg sammála því að setja á fót varalið fyrir lögregluna þar sem það mun aðeins auka öryggi borgaranna.

Svo til að árétta þetta mun vera VARALÖGREGLULIÐ ekki her eins og efasemdarmenn halda fram.

Ólafur Björn Ólafsson, 12.4.2007 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband