Náttúruleikskólinn Krakkakot - góð heimsókn

  Á Álftanesi eru reknir tveir leikskólar af myndarbrag.  Annar þeirra er Náttúruleikskólinn Krakkakot en þar eru nemendur tvö barnabörn mín.  Í dag var haldinn afa- og ömmudagur þar sem þau gamla settið var boðið í skólann.  Við sem tilheyrum þessu setti mættum að sjálfsögðu og þarna var tekið á móti okkur með kostum og kynjum.

Að sjálfsögðu var ósköp notalegt að hitta afastelpu og strák og fá duglegt knús og koss á báðar kinnar.  Þarna var mikill fjöldi, svo mikill fjöldi að vandasamt var að finna bílastæði.  Leikskólafólk bauð upp á kaffi og með því um leið og við nutum samverunnar.  Öll umgjörð og viðmót starfsfólks skólans bíður af sér góðan þokka og þarna eru börnin mjög ánægð.  Í leikskólanum eru sterkar tilvísanir til umhverfis og þar eru haldin húsdýr til gagns og gleði fyrir börnin en löngu ljóst að umgengni við dýr er mjög þroskandi fyrir börn sem fullorðna. 

Þetta var góð stund sem ber að þakka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband