Þriðjudagur, 27. mars 2007
....að kveða burt snjóinn - það getur hún
Þá er hann kominn, fuglinn, sem flestir íslendingar tengja við vokomuna. Þessi fugl sem þjóðin elskar umfram aðra fugla og á sér þennan sérstaka sess í þjóðarsálinni. Íslendingar flokkar fugla líka niður í góða fugla og slæma. Þeir slæmu eru oftast þannig gerðir að röddin er rám, ekki hægt að éta, og þeir ógna á einhvern´, oftast óskilgreindan, hagsmunum okkar mannanna.
Suma fugla borðum við með bestu lyst, aðra ekki. M.a. borðum við ekki lóuna því hún er svo "ljúf og góð" og er vorboðinn okkar ljúfi. Þannig er ekki farið með frændur okkar Íra. Þegar lóan flýgur að hausti frá "ísa köldu landi", tyllir sér til hvíldar á eyjunni grænu, þá fara veiðimenn á stjá og skjóta ógrynni af lóum sem þykja þar herramannsmatur og sama gildir um flest þau lönd sem lóan á vetrardvöl í.
Einhver tíma minnti einhver á hvort við mættum ekki nýta þessa náttúruauðlind eins og aðrar. Vera svona sjálfbær eða þannig!
Ef ég man rétt varð allt vitlaust.
Af hverju?
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.