Íbúalýðræði hverra?

Nú þegar tæp vika er til kosninga innmúraðra og innvígðra Hafnfirðinga um stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík er hollt að staldra við og líta yfir völlinn.  Þessar kosningar eru kallaðar íbúalýðræði.  Þá spyr ég:  Íbúalýðræði hvers?  Er þetta íbúalýðræði Álftnesinga sem búa hinu megin fjarðarins og eru á svokölluðu þynningarsvæði verksmiðjunnar að láta Hafnfirðinga um sitt íbúalýðræði?  Er þetta íbúalýðræði fólks á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sína afkomu, beint eða óbeint, af álverinu?  Er þetta íbúalýðræði Sunnlendinga sem þurfa að sæta skerðingu á land og lífsgæðum vegna virkjana í Þjórsá?

Svona ákvörðun verður að taka í sátt við íbúa þessara svæði hvort heldur lífsgæði og afkoma þeirra rýrnar eða batnar.

Að síðustu vil ég vekja athygli á kynningarfundi í hátíðarsal Íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi kl. 20:00 í kvöld þar sem fulltrúar málsaðila munu kynna sig og sín mál.  Það er ástæða til að mæta og láta skoðanir sínar í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband