Þenur brjóst og sperrir stél.....

Smára Geirssyni einum helsta forkólfi stóriðjustefnunnar var mikið niðri fyrir í hádegisviðtalinu á Stöð 2.  Þar þandi hann sitt brjóst og sperrti stél og m.a. minnti hann ágætan spyrjanda á yfirlýsingu einhverra Vestfirðinga frá árinu 2003 þar sem þeir lýstu Vestfirði stóriðjulaust svæði og ákölluðu "náttúruverndarsinna" að koma með lausnir á atvinnuvanda þeirra.  Síðan spurði Smári ábúðarfullur:  "Veistu hvað kom út úr þessu?"  Ekki vissi spyrjandinn það þannig að Smári svaraði því sjálfur:  "Ekki neitt, alls ekki neitt".

Vegna þessara orða Smára Geirssonar finnst mér rétt að þarna er ólíku saman að jafna.  Mér hefur skilist að til framkvæmda í hans heimasveit hafi runnið 250 milljarðar króna.  Ætli mætti ekki byggja hressilega upp atvinnu- og mannlíf til framtíðar á Vestfjörðum væru þeim réttar aðrar eins upphæðir í hendurnar.

Það er líka rétt að minnast þess að þau lönd sem hvað mestum árangri hafa náð í sínum efnahags og atvinnumálum undanfarin 10 - 15 ár hafa ekki byggt sína afkomu á hráefnisframleiðslu.  Það hafa þau gert með því dæla fjármunum í menntakerfi og virkjað hugvit og orku fólksins.  Sem dæmi má nefna Írland, Finnland og Malasíu. 

Mér finnast þessi orð Smára Geirssonar lýsa dæmalausum hroka í garð þeirra sem ekki eru tilbúnir að dansa stóriðjuvalsinn hans og þeirra sem ekki eru tilbúnir að selja takmarkaðar orkulindir til þess að hægt sé að framleiða einnota umbúðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er frábært innlegg og eins og talað útúr mínu hjarta, sá þetta viðtal og er hjartanlega sammála áliti þínu á Smára og hans málflutningi, hefði viljað skrifa þetta svona, takk fyrir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2007 kl. 02:28

2 identicon

Mér finnst þessi samanburður hjá Smára alveg eiga rétt á sér.  Af hverju hafa þau öfl sem hafa barist á móti uppbyggingunni á austurlandi, ekki stutt vestfirðinga í að byggja upp þar ??  öðruvísi og þá græna uppbyggingu??? Væri þeirra kraftar ekki betur varið í uppbyggingu, heldur en að berjast á móti því sem löngu er ákeðið með lýðræðislegum hætti.  Það fækkar fólki fyrir vestan eins og gert hefur víðast á landsbyggðinni síðustu áratugi.    Það fólk sem var á móti uppbyggingunni fyrir austan virðist ekki hafa miklar áhyggjur af vanda vestfirðinga.

Gísli Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband