Ótrúverðug Framsókn

Það er athyglisvert að fylgjast með framsóknarmönnunum núna að loknum flokksþingi.  Þar er blásið til sóknar og nú á að spyrna sér upp af botninum.  Ástandið er þannig að allt er betra en það ástandi sem blasir við flokknum.  Formaðurinn virðist smátt og smátt vera að aðlagast hinum íslenska raunveruleika stjórnmálanna.  Meir að segja hefur honum tekist að minnka andlitskækina þegar hann kemur fram í sjónvarpi.  Gott mál það og ímyndarfræðingarnir vinna vinnuna sína.

Það sem vekur sérstaka furðu mína er sú óvænta sýn sem þeir hafa fengið á eignarhaldi á fiskveiðiheimildum.  Ég er svo gamall og búinn að fylgjast með pólítík það lengi að Framsóknarflokkurinn stóð fremstur flokka í því að koma þessu óheillakerfi á, viðhalda því, styðja með ráðum og dáð, koma á framsali aflaheimilda.  Það skulu menn líka muna að þarna voru menn líka að fjalla um sína persónulegu hagsmuni og þá sérstaklega þáverandi sjávarútvegsráðherra og síðar formaður Framsóknarflokksins.  

Þess vegna er falskur tónn í söng Sivjar Friðleifsdóttur og annarra Framsóknarmanna sem vilja nú allt í einu sjá sameignarákvæði aflaheimilda fest í stjórnaskrá.  Stjórnarskrárnefnd hefur verið að störfum að undanförnu þar sem Jón Kristjánsson hefur verið fulltrúi Framsóknar.  Ef sameignarákvæðið er Framsóknarmönnum svona heilagt af hverju stóð þá Jón öndverður gegn því í nefndinni.

Nei, nei og aftur nei.  Halda Framsóknarmenn að kjósendur eldri en tvívetra muni þetta ekki? 

Til að ná spyrnunni upp af botni drullupollsins þurfa menn að vita í hvaða átt yfirborðið er.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband