Hvað ruslatunna er bezt?

Alltof mörg merki eru um að fátækt sé að aukast í samfélaginu.  Þeir sem ég hef talað við og starfa í félags- og skólamálum eru allir á einu máli.  Gamalreyndur kennari sagði mér að oftar og oftar kæmi sú staða upp að börn frá efnalitlum heimilum gætu ekki veitt sér það sem boðið væri upp á í skólanum þar sem foreldrar þyrftu að leggja út peninga.  Þessi börn einangruðust félagslega og væri mun hættara við einelti o.þ.h.  

Talsverð umræða hefur orðið um það ótrúlega framferði Fjölskylduhjálparinnar að afhenda skjólstæðingum sínum matvæli sem hafa runnið út á dagsetningu.  Að stofnun sem þessi sem væntanlega vill gera sig gildandi í geira félagsaðstoðar nær ekki nokkurri átt.  Ekki batnaði það þegar Ásgerður Jóna Flosadóttir forstöðumaður Fjölskylduhjálparinnar mætti í Kastljósið.  Ég held að spyrjandanum, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, hafi hreinlega orðið orðfall.  Þarf nú samt mikið til að gera hana kjaftstopp.

Við litla sjoppu í miðborginni sá ég nú nýverið roskinn mann sniglast við ruslagámana í portinu á bakvið.  Ég spurði starfsstúlku hvað hann væri að gera.  Hún sagði án þess að blikna að þetta væri einn af þessu vandræðaliði sem rótaði í ruslagámunum í leit að einhverju matarkyns auk þess að safna tómum dósum.

Er þetta ekki eitthvað sem okkar forríka þjóð getur lagað?

Svo deila menn um Gini-stuðul.

Þurfa ekki einhverjir að skammast sín?

Ég bara spyr? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband