Hvenær er þjófur ræningi?

Mér finnst að íslenskir fjölmiðlamenn noti orðið ræningi og rán í rangri merkingu.  Sagt var frá manngarmi sem staðinn var að því að stela ósamsettu fjórhjóli á ótilteknum stað í Reykjavík.  Sá fannst með hjólið á öðrum stað þar sem hann var að setja það saman.  Þessi maður var kallaður ræningi og hjólið var orðið að ránsfeng!

Hér er  um algeran hugtakarugling að ræða.  Rán er þegar maður/menn ná tilteknum hlut/hlutum með ofbeldi og eða hótunum um ofbeldi.  Atvik eins og lýst er að ofan er þjófnaður og hjólið er þá þýfi.  Svo einfalt er það nú. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband