Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Göldróttir Strandamenn
Frábært hjá ykkur galdrakörlunum á Ströndum. Innilegar hamingjuóskir með Eyrarrósina. Þig eruð svo sannarlega vel að henni komnir. Galdrasafnið á Hólmavík auk Kotbýlis kuklarans er að mínu mati eitthvert mest spennandi og áhugaverðasta safn Íslands í dag. Einstaklega skemmtileg uppsetning auk þess hvað safnið er lifandi með krúnkandi hröfnum og sjálfum galdramanninum, Sigurði Atlasyni, sem fer á kostum í hlutverki sínu.
Svo er ástæða til að minna á annað safn á Ströndum. Það er Sauðfjársetrið á Sævangi við Steingrímsfjörð. Það er vel varið dagsparti að skoða söguna og alls kyns hefðir, siði og venjur sem tengjast sauðfé. Þetta fer vel í einu mesta sauðfjárræktarhéraði landsins og eitt sem "fjandmenn" sauðkindarinnar mættu athuga: Hvernig stendur á því að öll fjöll á Ströndum eru grasi gróin upp undir fjallstoppa þar sem þéttleiki sauðfjárins er hvað mestur?
Athugasemdir
Já svo sannarlega. Maður er líka stoltur af frændum sínum þarna fyrir vestan. Allir rammgöldróttir.
Sveinn Ingi Lýðsson, 21.2.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.