Göldróttir Strandamenn

Frábært hjá ykkur galdrakörlunum á Ströndum.  Innilegar hamingjuóskir með Eyrarrósina.  Þig eruð svo sannarlega vel að henni komnir.  Galdrasafnið á Hólmavík auk Kotbýlis kuklarans er að mínu mati eitthvert mest spennandi og áhugaverðasta safn Íslands í dag.  Einstaklega skemmtileg uppsetning auk þess hvað safnið er lifandi með krúnkandi hröfnum og sjálfum galdramanninum, Sigurði Atlasyni, sem fer á kostum í hlutverki sínu.

Svo er ástæða til að minna á annað safn á Ströndum.  Það er Sauðfjársetrið á Sævangi við Steingrímsfjörð.  Það er vel varið dagsparti að skoða söguna og alls kyns hefðir, siði og venjur sem tengjast sauðfé.  Þetta fer vel í einu mesta sauðfjárræktarhéraði landsins og eitt sem "fjandmenn" sauðkindarinnar mættu athuga:  Hvernig stendur á því að öll fjöll á Ströndum eru grasi gróin upp undir fjallstoppa þar sem þéttleiki sauðfjárins er hvað mestur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Já svo sannarlega.  Maður er líka stoltur af frændum sínum þarna fyrir vestan.  Allir rammgöldróttir.

Sveinn Ingi Lýðsson, 21.2.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband