Laugardagur, 17. febrúar 2007
Rauði rokkarinn enn og aftur
Þá er komin niðurstaða. Settist niður með fjölskyldunni og horfði á Júróvísjon. Lögin misjafnlega áheyrileg en tvö af þessum lögum fannst mér bera af; "Ég og heilinn minn" og hitt var "Þú tryllir mig". Virkilegir hittarar og blessunarlega lausir við þessa grautarvellu sem sí og æer borin á borð í þessari keppni. Yfirleitt hef ég fylgst með þessari keppni og haft gaman af. Mér finnst líka að þegar lög sem virkilega skera sig úr fjöldanum hafi sópað að sér atkvæðum, sbr. þungarokkið hjá Lordi. Frábært lag og mögnuð umgjörð.
En það var semsagt rauði rokkarinn sem kom fra Norge, sá og sigraði. Ég er mikill aðdándi Eíríks Haukssonar en það sem flutti okkur í kvöld var ekki gott. Langt frá því. Ég ætla að leyfa mér að spá einu af neðstu 5 sætunum í undankeppninni í vor. Því miður. Ég leyfi mér að efast um að tónlistarsmekkur okkar íslendinga sé í takt við það sem almennt gerist í Evrópu. Það sjáum við mjög vel á atkvæðagreiðslum Íslands í aðalkeppnum undanfarinna ára.
En svo fór sem fór. Eiríkur stendur alltaf fyrir sínu en hráefnið sem hann þarf að vinna úr er einfaldlega ekki nægilegt til árangurs.
Næst legg ég til að við höldum glæsilega keppni eins og tvö síðustu ár en atkvæði almennings gildi að hálfu á móti völdum einvaldi, t.d. Þorvaldi Bjarna.
Síðast en ekki síst var stóri sigurvegari þessara kvölda: Ragnhildur Steinunn. Glæsileiki, fágun og einstæð útgeislun gera hana að stjörnu. Stórstjörnu!
Athugasemdir
Ég er frekar vonsvikin yfir lögunum frá Íslandi...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.2.2007 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.