Föstudagur, 16. febrúar 2007
Í fullvissu þess að kjósendur séu fífl - "Þjóðarsátt" Framsóknar
Þessi kosningagjörningur Jónínu og Jóns er með þvílíkum ólíkindum að manni var fyrstu dagana hreinlega orðfall. Að kalla þetta þjóðarsátt ber vott um mikið dómgreindarleysi og fullvissu þess að kjósendur séu almennt fífl. Meiru átti ég þó von á frá Jónínu sem ein fárra framsóknarmanna sem einhverju ljósi stafar enn frá. Sorrý, þarna slokknaði sú týra.
Að setja fram einhverja áætlun um hvað eigi að gera þegar við erum búin að virkja allt sem hægt er að virkja og sóa orkunni í álver á Húsavík, álver í Helguvík, álversstækkun í Straumsvík og guð má vita hvað. Eru þessi framsóknarmenn og alóðir - fyrirgefið mér - réttara að segja álóðir?
Svo mikinn fnyk leggur af þessum gjörningi að kjósendurnir eru lagðir á flótta. Þótt fífl séu þekkja þeir þó alltaf dauninn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.