Misheppnað skúbb eða hvað?

Í dag gaf ofurbloggarinn og leiðtogi Íslands í dag, Steingrímur Sævarr,  okkur til kynna á bloggi sínu að flett yrði ofan af stórskandal í Unglingaheimilinu í Kópavogi (sem var og hét).  Að sjálfsögðu plantaði maður sér framan við kassann og viti menn:  Fréttin byggðist upp á viðtali við fyrrverandi starfsmann sem fréttamaðurinn Sölvi Tryggvason reyndi eftir bestu getu að leiða inn á réttar slóðir og spurði ítrekað um meintar misþyrmingar á vistmönnum þar.  Viðmælandi gat raunverulega ekki svarað neinu beint, hann hafði ekkert misjafnt séð nema dreng sem löggan kastaði inn og átti að hafa misþyrmt í bíl.  Allt sem manngreyið hafði fram að færa voru óljósar sögusagnir, hafðar jafnvel eftir þriðja aðila.  Sérhvert var nú skúbbið!

Ég veit hreinlega ekki hvað þeim Stöðvar2 mönnum gekk til þarna.  Að setja fram einhverja frétt með svona slökum rökstuðningi, hvað þá ef þær eru einungis byggðar á frásögn þessa fyrrum starfsmanns, er með öllu óskiljanlegt.  Viðtalið varð fyrir vikið sérlega vandræðalegt og var hvorki fugl né fiskur.  Nú er ég ekki að segja að ekkert misjafnt hafi gerst þarna.  Síður en svo.  Það er hlutur sem ég hef ekki hugmynd um.  En þarna voru menn ekki að vanda sig meira og koma fram  með skýra og klára hluti.  Allt annað var upp á teningnum í umfjöllun DV og Kastljóss á Breiðavíkurmálinu.  Þar var fagmannlega staðið að verki.  

Nei Steingrímur.  Á morgun verður að vera meira kjöt á beinum til að mark sé á takandi! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Það þarf alltaf að vanda vel undirbúning þegar svona viðkvæmt efni er annarrs vegar.

Sá að þú komst í Moggann í gær vegna Haíti málsins. 

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 15.2.2007 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband