Eiga svona menn að hafa ökuréttindi?

Hvað skyldi þurfa til að menn, stjórnendur fyrirtækja, yfirvöld, ökumenn og aðrir sem koma að rekstri stórra bifreiða, fari að ganga tryggilega frá farmi.  Atvik eins og þetta gerast ekki af sjálfu sér.  Alls ekki.  Málið er afskaplega einfalt.  Það hefur ekki verið gengið frá farminum eins og skylt er.  Þetta gerist ekki öðruvísi.  Frá fyrstu hendi hef ég þær upplýsingar að litlu hafi munað að pallurinn félli á aðvífandi bíl.  Svona atvik eru að gerast sí og æ.  Þarf stórslys til að koma vitinu fyrir menn?

Samtök verslunar og þjónustu geisuðu um það í Morgunblaðinu í síðustu viku að reglugerðin um frágang farms væri ónýt.  Því er ég ekki sammála þó margt í henni megi bæta.  Hins vegar mega menn ekki alltaf skýla sér á bak við óskýrar reglur.  Það til nokkuð sem heitir heilbrigð skynsemi.

Henni mætti gjarnan beita oftar.

Svo er spurningin:  Er réttlætanlegt að ökumenn sem eru tilbúnir að leggja samborgara sína í stóra lífshættu eigi að vera með réttindi til að aksturs stórra bíla?


mbl.is Mildi að ekki varð stórslys á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband