Íslenskir fjölmiðlar og réttlætið - óhugnanleg greinaskrif

Grein Kristjáns Guðmundssonar skipstjóra á bls. 30 í Morgunblaðinu í dag er mér umhugsunarefni.  Greinin nefnist "Íslenskir fjölmiðlar og réttlætið".  Ég las greinina yfir morgunmatnum og varð hreinlega flökurt.  Ég hvet alla að lesa greinina og viti menn:  Breiðavík lifir enn!

Til fróðleiks:  Höfundur greinarinnar, Kristján Guðmundsson sem kallar sig skipstjóra er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa.  Forveri hans í því starfi mun hafa heitið Þórhallur Hálfdánarson.  Þar áður var hann forstöðumaður í Breiðavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

"Oh my God". Ég er áskrifandi að mogganum en fæ hann auðvitað ekki hingað til Reykjavíkur, en ég fór á  mbl.is og fékk aðgang að netinu. Las greinina og, ég á ekki til orð. Hvers konar maður skrifar svona grein. Hann hlýtur að hafa þekkt Þórhall. Mér varð bara flökurt eins og þið.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 13.2.2007 kl. 22:33

2 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Án þess að ég ætli að hampa þessari grein eitthvað sérstaklega... Margt í henni sem var gjörsamlega fyrir neðan allar hellur....

En ein spurning úr greininni lifir.....

Hversvegna er verið að reyna að fá börn og ættingja þessa Þórhalls í viðtöl....

Verða þau spurð: "Misnotaði pabbi þinn, þig ?? " .... hver er tilgangurinn með að tala við þau ??

Ég veit í sjálfu sér ekki hversu mörg börn hann átti..... 1,2,3,4,5 ? ? ekki hugmynd..

Ingólfur Þór Guðmundsson, 15.2.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband