Mánudagur, 12. febrúar 2007
Ógæfu Haitibúa verður allt að vopni
Á meðan BNA ræðst á Afganistan og Írak til að flæma burtu grimmar einræðisstjórnir hafa þeir eins og undanfarna áratugi viðhaldið einhverjum ógeðfelldustu einræðisherrum víða í Karbíska-hafinu og Mið-Ameríku. Haiti er einhvert versta dæmið um svona stjórnarfar. Hver man ekki eftir Papa Doc og syni hans Baby Doc. Þessir feðgar sátu sem "þjóðhöfðingjar" í Port au Prince í skjóli BNA-stjórnar. Grimmd þeirra og illska er einhver sú versta í mannkynssögunni og fara þar í flokk með Gengis Khan, Idi Amin, Pol Pot svo einhverjir séu nefndir.
Í hvert skipti sem íbúar Haiti hafa svo mikið sem sýnt lýðræðistilburði, sbr. kosningu Aristide, hafa Bandaríkjamenn sýnt landsmönnum í tvo heimana. Skiptir þar miklu máli að tryggja sér vígstöðu gagnvart nágrannanum Kúbu. Fleiri dæmi af svipuðum toga úr þessum heimshluta mætti nefna en ósköp verða rökin þeirra Bush og Blair vegna Íraksstríðsins vesöl þegar við minnust hegðan þeirra gagnvart grannríkjum sínum.
Og aldrei hefur undirlæguháttur íslendinga orðið meiri en þegar tveir menn tóku þá ákvörðun að íslenska þjóðin tæki þátt í þessu stríði. Mikil er þeirra skömm.
Talið að 8.000 Haítíbúar hafi verið myrtir í tíð bráðabirgðastjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.